Hneykslaðist á búningum varamanna Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2020 15:00 Ómerktur leikmaður og Birnir S er. vísir/stöð 2 sport Tómas Ingi Tómasson hreifst mjög af spilamennsku Vals í stórsigrinum á Stjörnunni, 1-5, í Pepsi Max-deild karla í gær. Hann var ekki jafn hrifinn af búningunum sem varamenn Vals voru í. Þegar mínúta var til leiksloka gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu, tók Aron Bjarnason og Sigurð Egil Lárusson af velli og setti Sigurð Dagsson og Kristófer André Kjeld Cardoso inn á. Þetta var fyrsti leikur beggja í efstu deild. Það stakk í augu Tómasar Inga að Kristófer var í ómerktum búningi og Sigurður í búningi merktum Birni Snæ Ingasyni sem fór frá Val til HK um mitt síðasta sumar. Búið var kroppa S-ið og hálft Æ-ið af nafninu aftan af treyjunni. „Þarna fer bara glansinn af þessum leik hjá Val,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. „Þeir eru fagmannlegir í næstum því öllu sem þeir gera en þarna kemur maður inn á númeralaus. Og þarna er búið að reyna að plokka Birnir Snær af bakinu en þeir náðu ekki að plokka fleiri stafi. Þetta er algjörlega ömurlegt. En við skulum samt ekki taka þennan flotta sigur af þeim. Þeir þurfa að bæta búningamálin, það er næsta skref.“ Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir mæta liðinu í 2. sæti, FH-ingum, í stórleik í Kaplakrika á fimmtudaginn. Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Búningar varamanna Vals Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Rúnari Páli Sigmundssyni var ekki skemmt eftir stórtap Stjörnunnar fyrir Val í kvöld. 21. september 2020 22:02 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Valur vann sinn níunda leik í röð þegar liðið gjörsigraði Stjörnuna, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 21. september 2020 22:00 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson hreifst mjög af spilamennsku Vals í stórsigrinum á Stjörnunni, 1-5, í Pepsi Max-deild karla í gær. Hann var ekki jafn hrifinn af búningunum sem varamenn Vals voru í. Þegar mínúta var til leiksloka gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, tvöfalda skiptingu, tók Aron Bjarnason og Sigurð Egil Lárusson af velli og setti Sigurð Dagsson og Kristófer André Kjeld Cardoso inn á. Þetta var fyrsti leikur beggja í efstu deild. Það stakk í augu Tómasar Inga að Kristófer var í ómerktum búningi og Sigurður í búningi merktum Birni Snæ Ingasyni sem fór frá Val til HK um mitt síðasta sumar. Búið var kroppa S-ið og hálft Æ-ið af nafninu aftan af treyjunni. „Þarna fer bara glansinn af þessum leik hjá Val,“ sagði Tómas Ingi í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. „Þeir eru fagmannlegir í næstum því öllu sem þeir gera en þarna kemur maður inn á númeralaus. Og þarna er búið að reyna að plokka Birnir Snær af bakinu en þeir náðu ekki að plokka fleiri stafi. Þetta er algjörlega ömurlegt. En við skulum samt ekki taka þennan flotta sigur af þeim. Þeir þurfa að bæta búningamálin, það er næsta skref.“ Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir mæta liðinu í 2. sæti, FH-ingum, í stórleik í Kaplakrika á fimmtudaginn. Klippa: Pepsi Max tilþrifin - Búningar varamanna Vals
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Rúnari Páli Sigmundssyni var ekki skemmt eftir stórtap Stjörnunnar fyrir Val í kvöld. 21. september 2020 22:02 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Valur vann sinn níunda leik í röð þegar liðið gjörsigraði Stjörnuna, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 21. september 2020 22:00 Mest lesið Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Fótbolti Fleiri fréttir FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00
Rúnar Páll: Vorum bara eins og litlir drengir á móti fullvaxta karlmönnum Rúnari Páli Sigmundssyni var ekki skemmt eftir stórtap Stjörnunnar fyrir Val í kvöld. 21. september 2020 22:02
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-5 | Burst í Garðabænum Valur vann sinn níunda leik í röð þegar liðið gjörsigraði Stjörnuna, 1-5, á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. 21. september 2020 22:00
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti