NFL-deildin tekur hart á því ef þjálfarar deildarinnar nota ekki grímur í leikjum á þessu tímabili og það sést vel á nýjum sektum sem þrír þeirra fengu eftir helgina.
NFL ákvað að sekta þrjá þjálfara um hundrað þúsund Bandaríkjadali hver fyrir að nota ekki grímur í leikjum helgarinnar. Það gera 13,8 milljónir íslenskra króna.
Þjálfararnir eru Vic Fangio hjá Denver Broncos, Pete Carroll hjá Seattle Seahawks og Kyle Shanahan hjá San Fransico 49ers.
NFL fined three head coaches - - Denver s Vic Fangio, Seattle s Pete Carroll and SF s Kyle Shanahan - $100,000 each for not wearing masks Sunday, and each of their teams another $250,000, sources told ESPN.
— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 22, 2020
So that s $1.05 million dollars in fines for not wearing masks.
Að auki fá félög þeirra 250 þúsund dollara sekt fyrir að nota ekki grímur á hliðarlínunni. Sektirnar til eru samtals meira en milljón dollarar í sektir eða samtala 145 milljónir króna.
Þetta var önnur vika tímabilsins og ástæðan fyrir þessum hörðu refsingum er sú að fyrir leiki síðustu umferðar þá fengu öll liðin skilaboð um að hart yrði tekið á brotum á grímureglunum.
Það er líka von á frekari sektum. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots og báðir þjálfararnir í mánudagsleiknum, Jon Gruden hjá Las Vegas Raiders og Sean Payton hjá New Orleans Saints, brutu líka reglurnar.
Jon Gruden, sem hefur fengið kórónuveiruna, var með grímuna á hökunnu og Sean Payton var með grímuna um hálsinn.