Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 17:44 Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira