Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg Anton Ingi Leifsson skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnardóttir kom boltanum í mark Svía undir lok fyrri hálfleiks en króatískur dómari leiksins leyfði markinu ekki að standa. VÍSIR/VILHELM „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
„Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16