Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:57 Úr kvikmyndinni Hárinu. Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi er á dagskrá úti á Granda í Reykjavík helgina 25.-28. september. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur fyrir bílabíóinu. Kvikmyndin Hárið (e. Hair) er ein af myndunum sem sýndar verða í bílabíóinu um helgina. Verkið ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda oft verið sett upp í leikhúsum landsins. Bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“ að því er segir í tilkynningu. Ein kvikmynd er á dagskrá hvert kvöld bílabíósins og hefjast allar sýningar klukkan 21. Á dagskrá verða einnig: Ég er Gréta / I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto-kvikmyndahátíðinni, einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Sputnik Þessi mynd er uppáhald dagskrárstjórans Frédéric Boyer og frumraun leikstjórans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekjandispennumynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðinum en hún er nú komin út í Rússalandi og hefur hlotið góða dóma meðal gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sóvesks geimskips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjölfar þessað þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Miðasala í Bílabíó RIFF er hafin á Riff.is. Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eitt stærsta bílabíó sem haldið hefur verið hér á landi er á dagskrá úti á Granda í Reykjavík helgina 25.-28. september. RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur fyrir bílabíóinu. Kvikmyndin Hárið (e. Hair) er ein af myndunum sem sýndar verða í bílabíóinu um helgina. Verkið ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda oft verið sett upp í leikhúsum landsins. Bíógestir eru hvattir til að mæta í búningum í anda myndarinnar, auk þess sem Reykjavík Street Food verður með matarvagna á svæðinu og „ýmsar óvæntar uppákomur í bígerð“ að því er segir í tilkynningu. Ein kvikmynd er á dagskrá hvert kvöld bílabíósins og hefjast allar sýningar klukkan 21. Á dagskrá verða einnig: Ég er Gréta / I am Greta Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg berst beinst á RIFF frá Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto-kvikmyndahátíðinni, einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Sputnik Þessi mynd er uppáhald dagskrárstjórans Frédéric Boyer og frumraun leikstjórans Egor Abramenko á þessu sviði. Hrollvekjandispennumynd sem gerist á hátindi kalda stríðsins. Áætlað var að frumsýna myndina á Tribeca hátíðinni í apríl síðastliðinum en hún er nú komin út í Rússalandi og hefur hlotið góða dóma meðal gagnrýnenda. Hér segir af leiðangursstjóra sóvesks geimskips sem kemst einn lífs af eftir misheppnaðan leiðangur. Í kjölfar þessað þekktur rússneskur sálfræðingur er fenginn til að meta andlega heilsu leiðangursstjórans verður ljóst að eitthvað hættulegt gæti hafa fylgt honum aftur til jarðar. Miðasala í Bílabíó RIFF er hafin á Riff.is.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein