Pálína: Valur missti ekki bara Helenu heldur líka langmesta karakterinn í Valsliðinu í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 16:31 Sylvía Rún Hálfdanardóttir býr sig undir að taka frákast á milli tveggja Snæfellsstelpan á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Það vita flestir að Helena Sverrisdóttir verður ekki með Valskonum í Domino´s deild kvenna í körfubolta framan af vetri en hún er ekki eini mikilvægi leikmaðurinn sem Valsliðið missti í sumar. Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur þáttarins, fór aðeins yfir breytingarnar á kvennaliði Vals í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær en Valsliðið er án sterkra leikmanna í upphafi tímabils. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir öll átta lið deildarinnar og spáði í spilin. Það spá allir Valskonum Íslandsmeistaratitlinum en Pálína vakti athygli á því að liðið hefur misst tvo öfluga leikmenn. „Öll lið myndu sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Helena er meira heldur en besti leikmaðurinn því hún er framúrskarandi. Það er mikið skarð sem þarf að fylla í Valsliðinu,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir en hún vildi einnig leggja áherslu á mikilvægi Sylvíu Rúnar Hálfdanardóttur sem er hætt þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. „Þær eru búnar að bæta aðeins við sig eins og Ólafur þjálfarinn þeirra talað um. Þær fengu Auði og Jóhönnu en þær hafa líka misst Sylvíu,“ sagði Pálína. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 10,3 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á 24,5 mínútum með Valsliðinu í fyrra. „Mér finnst Sylvía líka vera stór missir fyrir Valsliðið af því að í fyrra fannst mér Sylvía vera langmesti karakterinn í Valsliðnu. Þær eru allar ógeðslega góðar í körfubolta og spiluðu allar ógeðslega vel en hún kom með þennan neista og drifkraft,“ sagði Pálína. „Þegar hún skoraði þá fagnaði hún og hún náði liðinu með sér. Ég held það að missa bæði Helenu og Sylvíu, sem að mínu mati voru tveir bestu íslensku leikmenn liðsins ásamt Dagbjörtu Dögg, sé mikið högg,“ sagði Pálína. „Þær eru engu að síður gríðarlega öflugar og það er ástæða fyrir því að við spáum þeim fyrsta sætinu. Við höfum trú á því að þær fari alla leið þrátt fyrir þennan missi,“ sagði Pálína en það má sjá alla umfjöllunina um breytingarnar á Valsliðinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingarnar á kvennaliði Vals
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira