Hrófla við hefðbundnum birtingarmyndum kyns og kynverundar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2020 08:30 Arnbjörg María Danielsen sýningarstjóri UNDIRNIÐRI. Vilhelm/Vísir Sýningin UNDIRNIÐRI opnaði í Norræna húsinu um helgina en þar eru sýnd verk átta norrænna samtímalistamanna. Rauður þráður í viðfangsefnum listafólksins á sýningunni og verkum þeirra er gáskafull viðleitni til að kollvarpa hefðbundnum birtingarmyndum um kyn og kynhneigð. Tvö verk á sýningunni eru ekki talin við hæfi barna. „UNDIRNIÐRI er sýning þar sem við erum að vinna með nokkrum af áhugaverðustu listamönnum Norðurlanda,“ segir sýningarstjórinn Arnbjörg María Danielsen í samtali við Vísi. Einstök rödd „Við erum í fyrsta skipti að á Íslandi að sýna verk eftir meðal annars Svíana Nathalia Djurberg og Hans Berg, sem eru búin marka sér einstakan sess í alþjóðlega listaheiminum með furðulegum og fantasíufylltum hugarheimi sínum þar sem ekkert er heilagt og myrkrahliðar mannshugans eru settar fram í litskrúðugum myndheimi. Einstaklega heillandi og um leið óhuggulegur heimur. Við erum líka að sýna verk eftir spennandi unga listamenn eins og Maria Pasenau, en hún er norsk listakona sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir hráa berskjaldaða fagurfræði í ljósmyndalist og skúlpturinnsetningum, sem byggir að miklu leyti á sjálfsskoðun á tímum samfélagsmiðla og að fylgjast með vinahóp hennar í hringiðu unglingamenningarinnar Oslóar. Hún er yngsti listamaður sem Þjóðarlistasafn Noregs hefur keypt verk eftir og er tvímælalaust listakona með einstaka rödd sem á sérstaklega erindi í því ástandi sem við erum að upplifa núna í heiminum. Svo er sérstaklega áhugavert að kynna til leiks listakonu einsog Paarma Brandt frá Grænlandi sem gerir innsetningu sem kallast „ -Barnaherbergið- það sem við sjáum ekki.“ „Children´s Room -what we do not see“. Óhuggulegur raunveruleiki leynist undir sléttu og felldu yfirborði barnaherbergisins. Við erum líka með ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur þar sem hennar einstaka aðferðarfræði og hugleiðingar um frumið, upphaf heimsins, andans og eðli tímans koma saman í heilagri þrenningu verka sem mynda nokkurskonar Gabríelu kapellu helgaða undirmeðvitundinni , upphafi og hringrás lífs.“ Hið bælda eðli kitlað „UNDIRNIÐRI býður gestum inn í órætt völundarhús dulinna kennda og áleitinna spurninga um sjálfið. Aðferðafræði og efnistök þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru afar fjölbreytt, meðal annars sett fram í formi innsetninga, hreyfimynda og skúlptúra. Sameiginlegur nefnari er gáskafull viðleitni til að hrófla við hefðbundnum birtingarmyndum kyns og kynverundar í samtímanum. Veikleikar staðalímynda eru kannaðir, kafað er í undirmeðvitundina og hið bælda í mannlegu eðli kitlað. Við liggjum á hleri og gægjumst undir slétt og fellt yfirborð norrænnar samfélagsútópíu. Sýningin endurspeglar að forminu til veröld þar sem allir tengjast í flóknu rótarkerfi, um leið getur einstaklingurinn í auknum mæli einangrað sig bæði líkamlega og hugmyndafræðilega. UNDIRNIÐRI, er vísun í hugarheim og sálrænt viðfangsefni sýningarinnar en einnig hið eiginlega rými. Það gerist vart bókstaflegra og klisjukenndara en svo að kalla fram táknheim jaðarhugmynda með skírskotun til neðanjarðarrýmis. Við erum, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, stödd í kjallara norræna velferðarsamfélagsins. En það er einmitt með slíku afdráttarleysi sem UNDIRNIÐRI markar tímamót. Með sýningunni verður til varanlegur rannsóknarvettvangur í Hvelfingu Norræna hússins þar sem leitast er við að skapa krefjandi rými fyrir staðleysu, heterótópíu, og ögra þannig hugmyndum okkar um veruleikann og sannleikann.“ Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Arnbjörg María DanielsenVísir/Vilhelm Tvö verk á sýningunni eru ekki talin við hæfi barna. „Börn undir 16 ára aldri skoða sýninguna á ábyrgð foreldra og í fylgd með fullorðnum. Á sýningunni eru verk sem eru sjónrænt spennandi fyrir alla aldurshópa, en innihaldslega hverfast verk listamanna eins og norsku listakonunnar Lene Berg og sænska dúósins Nathalie Djurberg & Hans Berg um kynferðislegar fantasíur og dekkri hliðar undirmeðvitundarinnar. Þau eru ekkert skyld þó að beri sama eftirnafn. Í tilfelli myndar Lene Berg, Kopfkino er ekkert sýnilegt sem vekur óhug, en innihald samræðna í myndverkinu er ekki æskilegt börnum. Myndin er á þýsku, með enskum texta. Hjá Djurberg & Berg er hið spennandi myndræna efni mjög aðlaðandi fyrir börn, þar sem um leirhreyfimyndir er að ræða, en þetta eru þó engar barnamyndir. Þær eru misóhuggulegar. Fólki er þetta í sjálfsvald sett. Svo er annar þáttur, og það er að sum verkin eru afar viðkvæm og má ekki snerta.“ Fólk aldrei verið jafn einangrað Samnefnari verka á sýningunni er í raun rannsókn á undirmeðvitundinni og því sem liggur undir yfirborði viðtekinna hugmynda um kyn, kynverund og mannlegt eðli. „Listamennirnir nálgast viðfangsefnið á mjög ólíkan hátt, sumir á hrárri og bókstaflegri hátt, á meðan aðrir galdra fram heima á metasfýskari og táknrænni máta. Sum verk eru unnin í mjög persónulegu samhengi á meðan önnur hafa breiðari skírskotun, til heimsins, jafnvel alheimsins. Allar eru nálganirnar þó á einhvern skringilegan hátt fullar af leik og dirfsku, með dökkum undirtón. Tala því saman í þessum neðanjarðarheimi sem UNDIRNIÐRI myndar í hvelfingu Norræna hússins.“ Faraldurinn hafði mikil áhrif á framvinu sýningarinnar og sköpunarferli og andlegt ástand listamanna. „Við erum með mörg glæný verk, sköpuð sérstaklega fyrir sýninguna og þetta er mjög brothætt ferli. Sérstaklega undir þessum súrrealistísku samfélagslegu aðstæðum. Ég held að afraksturinn sé sýning sem tali á mjög sterkan hátt inn í samtímann. Fólk hefur hugsanlega aldrei verið jafn mikið eitt og einangrað með hugsunum sínum og einmitt á undanförnum mánuðum. Þessi sýning hefur í raun orðið birtingarmynd þessarar einangrunar hversu bilaður og hugmyndaríkur mannshugurinn getur samtímis verið. Manneskjan er þversagnakennd. Svo yfirmáta falleg, en líka svo ljót.“ Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Gabríela Friðriksdóttir (IS), Nathalie Djurberg & Hans Berg (SE), Lene Berg (NO), Paarma Brandt (GL), Adam Christensen (DK), Emma Helle & Helena Sinervo (FI) og Maria Pasenau (NO). Plan a og plan b Vegna heimsfaraldursins er talið inn í sýningarrýmið og er vel mögulegt að passa upp á eins metra regluna. „Spritt brúsarnir verða ekki langt undan heldur. Einnig ætlum við að framleiða myndbönd um sýninguna sem verða aðgengileg á vefnum okkar og samfélagsmiðlum. Vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi í tengslum við Covid-19 verða stafræn form nýtt þegar hinu líkamlega eru settar skorður. Til dæmis þegar kemur að listamannaspjalli og öðrum hliðarviðburðum, þá munum við nýta okkur streymi út í heim,“ segir Arnbjörg. Kristbjörg Kona KristjánsdóttirVísir/Vilhelm „Norræna húsið kom sér nýleg upp mjög fullkomnum streymistækjum sem við höfum hugsað okkur að nýta í tengslum við sýninguna. Það er nauðsynlegt fyrir hús eins og okkar að geta sent út viðburði núna á meðan kórónufaraldurinn geisar. Í raun eru allir viðburðir í húsinu hugsaðir út frá plani a og b í dag. Þannig minnkum við líkurnar á því að þurfa að aflýsa viðburðum skelli nýtt samkomubann á,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir markaðs – og kynningarstjóri Norræna hússins í samtali við Vísi um það hvernig stafræn form eru nýtt á sýningunni. Nánar er hægt að lesa um sýninguna á vef Norræna hússins. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sýningin UNDIRNIÐRI opnaði í Norræna húsinu um helgina en þar eru sýnd verk átta norrænna samtímalistamanna. Rauður þráður í viðfangsefnum listafólksins á sýningunni og verkum þeirra er gáskafull viðleitni til að kollvarpa hefðbundnum birtingarmyndum um kyn og kynhneigð. Tvö verk á sýningunni eru ekki talin við hæfi barna. „UNDIRNIÐRI er sýning þar sem við erum að vinna með nokkrum af áhugaverðustu listamönnum Norðurlanda,“ segir sýningarstjórinn Arnbjörg María Danielsen í samtali við Vísi. Einstök rödd „Við erum í fyrsta skipti að á Íslandi að sýna verk eftir meðal annars Svíana Nathalia Djurberg og Hans Berg, sem eru búin marka sér einstakan sess í alþjóðlega listaheiminum með furðulegum og fantasíufylltum hugarheimi sínum þar sem ekkert er heilagt og myrkrahliðar mannshugans eru settar fram í litskrúðugum myndheimi. Einstaklega heillandi og um leið óhuggulegur heimur. Við erum líka að sýna verk eftir spennandi unga listamenn eins og Maria Pasenau, en hún er norsk listakona sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir hráa berskjaldaða fagurfræði í ljósmyndalist og skúlpturinnsetningum, sem byggir að miklu leyti á sjálfsskoðun á tímum samfélagsmiðla og að fylgjast með vinahóp hennar í hringiðu unglingamenningarinnar Oslóar. Hún er yngsti listamaður sem Þjóðarlistasafn Noregs hefur keypt verk eftir og er tvímælalaust listakona með einstaka rödd sem á sérstaklega erindi í því ástandi sem við erum að upplifa núna í heiminum. Svo er sérstaklega áhugavert að kynna til leiks listakonu einsog Paarma Brandt frá Grænlandi sem gerir innsetningu sem kallast „ -Barnaherbergið- það sem við sjáum ekki.“ „Children´s Room -what we do not see“. Óhuggulegur raunveruleiki leynist undir sléttu og felldu yfirborði barnaherbergisins. Við erum líka með ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur þar sem hennar einstaka aðferðarfræði og hugleiðingar um frumið, upphaf heimsins, andans og eðli tímans koma saman í heilagri þrenningu verka sem mynda nokkurskonar Gabríelu kapellu helgaða undirmeðvitundinni , upphafi og hringrás lífs.“ Hið bælda eðli kitlað „UNDIRNIÐRI býður gestum inn í órætt völundarhús dulinna kennda og áleitinna spurninga um sjálfið. Aðferðafræði og efnistök þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru afar fjölbreytt, meðal annars sett fram í formi innsetninga, hreyfimynda og skúlptúra. Sameiginlegur nefnari er gáskafull viðleitni til að hrófla við hefðbundnum birtingarmyndum kyns og kynverundar í samtímanum. Veikleikar staðalímynda eru kannaðir, kafað er í undirmeðvitundina og hið bælda í mannlegu eðli kitlað. Við liggjum á hleri og gægjumst undir slétt og fellt yfirborð norrænnar samfélagsútópíu. Sýningin endurspeglar að forminu til veröld þar sem allir tengjast í flóknu rótarkerfi, um leið getur einstaklingurinn í auknum mæli einangrað sig bæði líkamlega og hugmyndafræðilega. UNDIRNIÐRI, er vísun í hugarheim og sálrænt viðfangsefni sýningarinnar en einnig hið eiginlega rými. Það gerist vart bókstaflegra og klisjukenndara en svo að kalla fram táknheim jaðarhugmynda með skírskotun til neðanjarðarrýmis. Við erum, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, stödd í kjallara norræna velferðarsamfélagsins. En það er einmitt með slíku afdráttarleysi sem UNDIRNIÐRI markar tímamót. Með sýningunni verður til varanlegur rannsóknarvettvangur í Hvelfingu Norræna hússins þar sem leitast er við að skapa krefjandi rými fyrir staðleysu, heterótópíu, og ögra þannig hugmyndum okkar um veruleikann og sannleikann.“ Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Arnbjörg María DanielsenVísir/Vilhelm Tvö verk á sýningunni eru ekki talin við hæfi barna. „Börn undir 16 ára aldri skoða sýninguna á ábyrgð foreldra og í fylgd með fullorðnum. Á sýningunni eru verk sem eru sjónrænt spennandi fyrir alla aldurshópa, en innihaldslega hverfast verk listamanna eins og norsku listakonunnar Lene Berg og sænska dúósins Nathalie Djurberg & Hans Berg um kynferðislegar fantasíur og dekkri hliðar undirmeðvitundarinnar. Þau eru ekkert skyld þó að beri sama eftirnafn. Í tilfelli myndar Lene Berg, Kopfkino er ekkert sýnilegt sem vekur óhug, en innihald samræðna í myndverkinu er ekki æskilegt börnum. Myndin er á þýsku, með enskum texta. Hjá Djurberg & Berg er hið spennandi myndræna efni mjög aðlaðandi fyrir börn, þar sem um leirhreyfimyndir er að ræða, en þetta eru þó engar barnamyndir. Þær eru misóhuggulegar. Fólki er þetta í sjálfsvald sett. Svo er annar þáttur, og það er að sum verkin eru afar viðkvæm og má ekki snerta.“ Fólk aldrei verið jafn einangrað Samnefnari verka á sýningunni er í raun rannsókn á undirmeðvitundinni og því sem liggur undir yfirborði viðtekinna hugmynda um kyn, kynverund og mannlegt eðli. „Listamennirnir nálgast viðfangsefnið á mjög ólíkan hátt, sumir á hrárri og bókstaflegri hátt, á meðan aðrir galdra fram heima á metasfýskari og táknrænni máta. Sum verk eru unnin í mjög persónulegu samhengi á meðan önnur hafa breiðari skírskotun, til heimsins, jafnvel alheimsins. Allar eru nálganirnar þó á einhvern skringilegan hátt fullar af leik og dirfsku, með dökkum undirtón. Tala því saman í þessum neðanjarðarheimi sem UNDIRNIÐRI myndar í hvelfingu Norræna hússins.“ Faraldurinn hafði mikil áhrif á framvinu sýningarinnar og sköpunarferli og andlegt ástand listamanna. „Við erum með mörg glæný verk, sköpuð sérstaklega fyrir sýninguna og þetta er mjög brothætt ferli. Sérstaklega undir þessum súrrealistísku samfélagslegu aðstæðum. Ég held að afraksturinn sé sýning sem tali á mjög sterkan hátt inn í samtímann. Fólk hefur hugsanlega aldrei verið jafn mikið eitt og einangrað með hugsunum sínum og einmitt á undanförnum mánuðum. Þessi sýning hefur í raun orðið birtingarmynd þessarar einangrunar hversu bilaður og hugmyndaríkur mannshugurinn getur samtímis verið. Manneskjan er þversagnakennd. Svo yfirmáta falleg, en líka svo ljót.“ Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Gabríela Friðriksdóttir (IS), Nathalie Djurberg & Hans Berg (SE), Lene Berg (NO), Paarma Brandt (GL), Adam Christensen (DK), Emma Helle & Helena Sinervo (FI) og Maria Pasenau (NO). Plan a og plan b Vegna heimsfaraldursins er talið inn í sýningarrýmið og er vel mögulegt að passa upp á eins metra regluna. „Spritt brúsarnir verða ekki langt undan heldur. Einnig ætlum við að framleiða myndbönd um sýninguna sem verða aðgengileg á vefnum okkar og samfélagsmiðlum. Vegna þeirra takmarkana sem eru í gildi í tengslum við Covid-19 verða stafræn form nýtt þegar hinu líkamlega eru settar skorður. Til dæmis þegar kemur að listamannaspjalli og öðrum hliðarviðburðum, þá munum við nýta okkur streymi út í heim,“ segir Arnbjörg. Kristbjörg Kona KristjánsdóttirVísir/Vilhelm „Norræna húsið kom sér nýleg upp mjög fullkomnum streymistækjum sem við höfum hugsað okkur að nýta í tengslum við sýninguna. Það er nauðsynlegt fyrir hús eins og okkar að geta sent út viðburði núna á meðan kórónufaraldurinn geisar. Í raun eru allir viðburðir í húsinu hugsaðir út frá plani a og b í dag. Þannig minnkum við líkurnar á því að þurfa að aflýsa viðburðum skelli nýtt samkomubann á,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir markaðs – og kynningarstjóri Norræna hússins í samtali við Vísi um það hvernig stafræn form eru nýtt á sýningunni. Nánar er hægt að lesa um sýninguna á vef Norræna hússins.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira