Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2020 15:56 Tjarnarskóli er lítill grunnskóli fyrir unglingadeild sem stendur við Tjörnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01
Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41