Sigrún Sjöfn: Ég tek þessi tvö stig Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. september 2020 22:01 Baráttan var mikil í kvöld. Hér er Sigrún Sjöfn í baráttunni. vísir/vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna. Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið vann Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54. Hún var þó sátt við að sigra fyrsta leik tímabilsins. Tilfinningarnar voru ansi blendnar. Hún talaði um hvernig henni hefði fundist að vera spila aftur á ný eftir svona langt hlé. „Æji, ekki rosalega vel. Við vorum alls ekki nógu góðar,“ sagði hún um leik sinn og sinna liðsmanna. „Ég veit ekki hvort að það sé áhyggjuefni eða ekki,“ sagði Sigrún Sjöfn um leikinn en var fljót að ákveða sig að svo væri ekki. „Neinei, það er ekkert áhyggjuefni. Þetta er fyrsti leikur og þetta er stirt og maður var hérna í mars í góðum fíling og svo kemurðu í þennan leik kannski ennþá með hitt tímabilið í huga,“ sagði hún um skyndilegan endi seinasta tímabilsins í skugga heimsfaraldursins. Hauka vantaði tvo stóra pósta í liðið í kvöld, þær Lovísu Björt Henningsdóttur og Evu Margréti Kristjánsdóttur. Sigrún Sjöfn fannst það að liðið sitt hafi rétt svo unnið Hauka án slíkra leikmanna þó ekkert athugavert. „Nei, var Haukum ekki spáð öðru sæti?“ spurði Sigrún Sjöfn. Jú, vissulega spáði Dominos Körfuboltakvöld því en það breytti því ekki að Skallagrímur spilaði alls ekki sinn besta leik. „Við vorum lélegar og ég held að þær séu ekkert sáttar við sinn leik heldur,“ sagði hún um lokastöðuna. Stigaskorið var ekki ýkja hátt í leiknum. „Við hittum ógeðslega illa, það var bara fáranlegt. Bæði lið, það var ekkert ofan í, layup, hægri, vinstri og ég veit ekki hvort að körfurnar hafi verið vitlaust stilltar eða hvað,“ sagði fyrirliði Borgnesinga um hörmulega skotnýtingu liðanna. Skallagrímur hitti ekki úr nema 31% skota sinna og Haukar ennþá verr. Sigrún Sjöfn ætlaði hins vegar ekki að ofhugsa þetta og var ánægð með að vinna á útivelli. „Jú, ég tek þessi tvö stig þó að mér líði ekkert vel eftir þetta,“ sagði hún. Skallagrímur spilar næst eftir viku þannig að liðið getur lagað það sem illa fór. „Við höfum ýmislegt til að fara yfir,“ sagði Sigrún Sjöfn og benti sérstaklega fráköst og vörn, fyrir utan skotnýtinguna.
Dominos-deild kvenna Skallagrímur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur. 23. september 2020 21:03
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum