Lífið

Sigga Beinteins og Páll Óskar gestir Ingó í næsta þætti af Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Áhorfendur Stöðvar 2 mega búast við mikilli veislu annað kvöld að sögn Ingó Veðurguðs en gestir þáttarins eru hin einu sönnu Sigríður Beinteinsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson. 
Áhorfendur Stöðvar 2 mega búast við mikilli veislu annað kvöld að sögn Ingó Veðurguðs en gestir þáttarins eru hin einu sönnu Sigríður Beinteinsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson.  Aðsend mynd

Það er óhætt að segja að annað kvöld verði blásið til heljarinnar tónlistarveislu á dagskrá Stöðvar 2. Einir ástsælustu söngvarar þjóðarinnar, þau Sigríður Beinteinsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson, verða gestir Ingó Veðurguðs í skemmtiþættinum Í kvöld er gigg.

Ingó fær Siggu og Palla til að syngja með sér nokkur af sínum uppáhalds dægurlögum og segir hann að áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir sannkallaða veislu.

Ég stóð mig að því í miðjum þætti að horfa á þau og hugsa: Vá, nú skil ég afhverju þau eru Sigga Beinteins og Páll Óskar, þvílíkar goðsagnir! Palli tók yfir stjórnina á þættinum, Sigga var í banastuði og ég spilaði bara á gítarinn og hló og brosti til skiptis. Þetta var fullkomlega áreynsluslaust.

Páll Óskar og Sigga heilluðu salinn upp úr skónum í öðrum þætti af Í kvöld er gigg með Ingó. Þátturinn verður á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld kl. 18:55.Aðsend mynd

Húshljómsveitina skipa þeir Steindór Gíslason á bongótrommum, Björn Ionut Kristinsson á saxófón og Einar Örn Jónsson á píanó. 

Húshljómsveitin gaf ekkert eftir og var í banastuði. Aðsend mynd

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.