Lífið

Plötuðu nágranna Kela sem reyndi að hjálpa honum með klósettpappírinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti og Arnar Freyr ræddu fjölmörg málefni í þættinum.
Gauti og Arnar Freyr ræddu fjölmörg málefni í þættinum.

Rappararnir Emmsjé Gauti og Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur byrjuðu nýlega með hlaðvarpið Podkastalinn. Í þættinum fara þeir um víðan völl, segja sögur af sjálfum sér og ræða það sem þeir kalla litlu málin.

Í nýjasta þættinum halda þeir áfram að þræða pælingar um lífið. Þeir snerta meðal annars á sjálfhreinsandi gallabuxum, reglum um notkun sokka, leikjaþáttum og Jay Leno.

Í þættinum sagði Gauti Þeyr sögu þegar hann, Steindi og vinur þeirra Björn Geir plötuðu nágranna Hrafnkells Guðjónssonar, trommara, að koma niður í íbúðina til hans með klósettpappír þar sem hann væri með niðurgang. Þremenningarnir stóðu fyrir utan íbúðina og fylgdust með atburðarrásinni.

Hér að neðan má hlusta á söguna sjálfa. 

Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.