Ekki auðveld ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 12:04 Um 200 hjólhýsi eru á svæðinu en þau eiga öll að vera farin að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Bláskógabyggð, segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn ákvað í síðustu viku að loka svæðinu þar sem öryggi fólks á svæðinu er mjög ábótavant komi þar upp eldur. Lokunin fer þannig fram að þeir samningar sem nú eru í gildi renna út og verða ekki endurnýjaðir. Að sögn Ástu verða allir samningar runnir út að tveimur árum liðnum og þá verða allir hjólhýsaeigendur að vera farnir með sitt af svæðinu. Ekki liggur fyrir hvað gert verður á svæðinu þegar hjólhýsin verða öll farin. Ásta ræddi lokunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar benti hún á að búið væri að byggja mikið upp á svæðinu; til dæmis skúra og palla og klæða og einangra fortjöld og setja á þau grind. „Þannig að þetta er mikið af mannvirkjum og eins og lagaramminn er á Íslandi í dag þá er ekki gert ráð fyrir svona starfsemi þar. Í rauninni er það þannig að þetta fyrirkomulag sem er þarna, þar sem hjólhýsi standa allt árið, það er byggingarleyfisskylt,“ segir Ásta. Ekki sé hægt að fá byggingarleyfi fyrir hjólhýsi eða stöðuhýsi vegna þeirra efna sem þau eru búin til úr en efnin eru mjög eldfim. Sveitarstjórn hafi borist ábendingar frá eftirlitsaðilum vegna eldhættu á svæðinu enda segir Ásta að það hafi orðið eldsvoðar nánast á hverju ári undanfarin ár. Sveitarstjórnin hafi því metið það sem svo að þeim væri ekki annað fært en að taka á þessu. „Það er hreinlega ekki hægt að taka ábyrgð á því að þessi öryggismál séu í svona miklum ólestri,“ segir hún. Aðspurð segir hún það ekki mikið tekjutap fyrir sveitarfélagið þótt svæðinu verði lokað. Þó megi tala um óbeint tekjutap í því samhengi. „„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því þetta er auðvitað tekjutap fyrir rekstraraðilana sem hafa séð um þetta. Þeir hafa reyndar ekki verið á launaskrá hjá sveitarfélaginu, þeir hafa bara haft tekjur af því að leigja þessa reiti, fengið greiðslur frá þeim sem eru þarna með reiti. Svo hefur auðvitað það fólk sem er þarna verið að nýta ýmsa þjónustu í sveitarfélaginu. Það eru 200 hús þarna og þarna eru kannski 600 manns á góðum degi. Fólk fer og kaupir sér ís og fer á veitingastað og í sund og svona. Þannig að vissulega þannig er það óbeint tekjutap fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásta. Viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Bláskógabyggð Skipulag Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42
Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 23. október 2019 10:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent