Innlent

Ellefu í sótt­kví eftir smit starfs­manns Eirar

Atli Ísleifsson skrifar
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili Vísir/Vilhelm

Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi í Reykjavík greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. Er um alls sjö íbúa og fjóra starfsmenn að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eir. Þar segir að umræddur starfsmaður hafi síðast verið í vinnu á sunnudagskvöld. 

„Gripið hefur verið til allrar varúðarráðstafana og þeir íbúar sem viðkomandi sinnti eru nú í sóttkví ásamt samstarfsmönnum til sunnudagsins 27.09.2020 að undangenginni venjubundinni skimum á 7. degi frá útsetningu.

  • 7 íbúar eru í sóttkví
  • 4 starfsmenn eru í sóttkví

Aðstandendum þessara 7 íbúa hefur öllum verið tilkynnt um aðstæður.

Til að gæta fyllsta öryggis er öll deildin, 2. Hæð Eirar A-húsi lokuð fyrir heimsóknum á meðan á sóttkvi stendur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×