Zlatan Ibrahimovic hefur samkvæmt ítölskum miðlum greinst með kórónuveiruna og verður hann því ekki með AC Milan í Evrópudeildinni í kvöld.
Milan mætir Alfons Sampsted og félögum hans í norska liðinu Bodö/Glimt í Mílanó í kvöld.
Corriere della Sera segir að Zlatan verði ekki með þar sem hann hafi greinst með veiruna þegar leikmannahópur Milan var skimaður í gær, eftir að Léo Duarte hafði greinst með smit.
AC Milan hefur nú staðfest fregnirnar. Talsmaður félagsins segir að Zlatan sé nú kominn í einangrun á heimili sínu, en að allir aðrir leikmenn og starfsmenn liðsins hafi skilað neikvæðu sýni.