„Enn að reyna að átta mig á því að þetta sé raunverulegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 10:01 Tindastóll fagnar einu 43 marka sinna í Lengjudeildinni í sumar. Fyrirliðinn Bryndís Rut Haraldsdóttir er lengst til hægri á myndinni. vísir/sigurbjörn árni óskarsson Hún var ekki lítið ánægð, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið í gær. Og ekki að ástæðulausu enda tryggði Tindastóll sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna með 0-4 sigri á Völsungi á Húsavík á miðvikudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Sauðárkrókur eignast lið í efstu deild í fótbolta. „Tilfinningin var ólýsanleg enda stóru markmiði loksins náð. Maður er enn að reyna ná sér niður á jörðina og trúir þessu varla,“ sagði Bryndís. Súrt í fyrra en stefndu strax upp Hún segir að stefnan hafi alltaf verið sett á að komast upp í Pepsi Max-deildina í sumar. Í fyrra var Tindastóll, sem þá var nýliði í Inkasso-deildinni, aðeins tveimur stigum frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina. Í sumar kom svo aldrei neitt annað til greina en að klára dæmið. „Strax eftir tímabilið í fyrra ræddum við um að við ætluðum okkur meira sem hópur. Þetta var frekar súrt í fyrra. En það er virkilega gaman að vera í þessari stöðu núna, að vera búnar að tryggja þetta,“ sagði Bryndís. Tindastóll er með sjö stiga forskot á Keflavík á toppi Lengjudeildarinnar. Stólarnir hafa unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. „Við vitum alveg hvað við höfum í kjarnanum og ætluðum okkur meira en í fyrra. Hópurinn er mjög samstíga og við erum búnar að standa okkur ótrúlega vel finnst mér,“ sagði Bryndís. Amber Michel hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Á síðasta tímabili var oft mikið fjör og mikið skorað í leikjum Tindastóls eins og markatalan 48-34 gaf til kynna. Varnarleikur Stólanna hefur verið miklu sterkari í ár en í fyrra og þeir aðeins fengið á sig fimm mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni. Höfum varist mjög vel „Við bættum okkar mikið í varnarleiknum og það var rosalega stórt markmið að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Það markmið náðist. Maður setur sér alltaf lítil markmið inni í stóra markmiðinu. Við höfum varist mjög vel sem lið,“ sagði Bryndís en Tindastóll hefur haldið hreinu í síðustu sex leikjum sínum sem allir hafa unnist. Í leikmannahópi Tindastóls eru margar heimastelpur, nokkrir leikmenn frá Akureyri og þrír erlendir leikmenn, Amber Michel, Jacqueline Altschuld og markadrottningin Murielle Tiernan sem er á sínu þriðja tímabili hjá Tindastóli. Mögnuð Murielle Tiernan, sem er 26 ára bandarískur framherji, byrjaði að spila með Tindastóli í 2. deildinni 2018. Hún skoraði þá 24 mörk í fjórtán deildarleikjum og var markahæst í deildinni. Hún skoraði einnig 24 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra og var markadrottning hennar. Og í sumar er Tiernan búin að skora 22 mörk í fimmtán leikjum og hefur skorað helmingi fleiri mörk en næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Alls hefur Tiernan skorað 70 mörk í 46 deildarleikjum á Íslandi. „Hún er rosalega góð og lykilmaður í okkar liði. Þetta er algjör markamaskína og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig góða. Hún er eiginlega óstöðvandi,“ sagði Bryndís sem hefur ekki trú á neinu öðru en að Tiernan láti til sín taka í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Murielle Tiernan er langmarkahæst í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson „Já, eins og hún gerði þegar við fórum úr 2. deildinni var fólk að spá í hvernig hún yrði í 1. deildinni. Hún sannaði sig strax þar og ég held hún geri nákvæmlega það sama í Pepsi Max-deildinni.“ Tindastólshjartað er stórt Bryndís hefur leikið með Tindastóli allan sinn feril. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2011, þá á sextánda aldursári. Bryndís segir að það hafi í raun aldrei komið til greina að fara frá Tindastóli, jafnvel þótt misvel hafi gengið hjá liðinu. „Mér hafa ekki boðist mörg tækifæri til þess. En Tindastólshjartað er frekar stórt í mér og með þetta markmið í huga í haust var aldrei neitt annað í stöðunni en að klára það,“ sagði Bryndís sem hefur lengi stefnt að því að spila með Tindastóli í efstu deild. „Það eru mörg ár síðan ég setti mér þetta markmið. Þetta er draumur sem er að rætast og ég er enn að átta mig á þessu,“ bætti Bryndís við. Tindastóll hefur unnið sex leiki í röð án þess að fá á sig mark.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Sauðárkrókur hefur í gegnum tíðina verið þekktari sem körfuboltabær en fótboltabær. Bryndís segir þó að stuðningurinn við fótboltann á Króknum sé góður. „Mér finnst samfélagið styðja virkilega vel við bakið á okkur. Ég held að fólk sé virkilega ánægt með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og erum rosalega þakklátar fyrir hann. Það eru margir sem koma á völlinn sama hvernig veðrið er,“ sagði Bryndís. Sögulegt afrek Hún kveðst mjög stolt af því að hafa komið Tindastóli almennilega á íslenska fótboltakortið. „Þetta er sögulegt afrek sem við höfum náð og maður er enn að reyna að átta sig á því að þetta sé raunverulegt. Eins og fyrir mig. Það eru örugglega þrjú ár síðan ég ræddi um að komast upp í Pepsi Max-deildina,“ sagði Bryndís en uppgangur Tindastóls undanfarin ár hefur verið hraður. Eftir að hafa endað í 10. og neðsta sæti 1. deildar 2017 vann Tindastóll 2. deildina ári seinna. Í fyrra var liðið svo hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina, eins og áður sagði, en náði stóra markmiðinu í ár. Sumarið 2021 keppir Tindastóll því við bestu lið landsins í Pepsi Max-deildinni. Stólarnir ætla sér að vinna Lengjudeildina.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Stólarnir hlakka til að spila í efstu deild en stefna fyrst að því að vinna Lengjudeildina. Tindastóll á eftir að mæta Haukum á heimavelli, ÍA á útivelli og Völsungi á heimavelli. „Við erum alveg byrjaðar að hugsa um næsta tímabil, auðvitað hugsar maður aðeins lengra. En næsta markmið er að klára deildina og vinna hana,“ sagði Bryndís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Hún var ekki lítið ánægð, Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, þegar blaðamaður Vísis heyrði í henni hljóðið í gær. Og ekki að ástæðulausu enda tryggði Tindastóll sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna með 0-4 sigri á Völsungi á Húsavík á miðvikudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Sauðárkrókur eignast lið í efstu deild í fótbolta. „Tilfinningin var ólýsanleg enda stóru markmiði loksins náð. Maður er enn að reyna ná sér niður á jörðina og trúir þessu varla,“ sagði Bryndís. Súrt í fyrra en stefndu strax upp Hún segir að stefnan hafi alltaf verið sett á að komast upp í Pepsi Max-deildina í sumar. Í fyrra var Tindastóll, sem þá var nýliði í Inkasso-deildinni, aðeins tveimur stigum frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina. Í sumar kom svo aldrei neitt annað til greina en að klára dæmið. „Strax eftir tímabilið í fyrra ræddum við um að við ætluðum okkur meira sem hópur. Þetta var frekar súrt í fyrra. En það er virkilega gaman að vera í þessari stöðu núna, að vera búnar að tryggja þetta,“ sagði Bryndís. Tindastóll er með sjö stiga forskot á Keflavík á toppi Lengjudeildarinnar. Stólarnir hafa unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. „Við vitum alveg hvað við höfum í kjarnanum og ætluðum okkur meira en í fyrra. Hópurinn er mjög samstíga og við erum búnar að standa okkur ótrúlega vel finnst mér,“ sagði Bryndís. Amber Michel hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Á síðasta tímabili var oft mikið fjör og mikið skorað í leikjum Tindastóls eins og markatalan 48-34 gaf til kynna. Varnarleikur Stólanna hefur verið miklu sterkari í ár en í fyrra og þeir aðeins fengið á sig fimm mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni. Höfum varist mjög vel „Við bættum okkar mikið í varnarleiknum og það var rosalega stórt markmið að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Það markmið náðist. Maður setur sér alltaf lítil markmið inni í stóra markmiðinu. Við höfum varist mjög vel sem lið,“ sagði Bryndís en Tindastóll hefur haldið hreinu í síðustu sex leikjum sínum sem allir hafa unnist. Í leikmannahópi Tindastóls eru margar heimastelpur, nokkrir leikmenn frá Akureyri og þrír erlendir leikmenn, Amber Michel, Jacqueline Altschuld og markadrottningin Murielle Tiernan sem er á sínu þriðja tímabili hjá Tindastóli. Mögnuð Murielle Tiernan, sem er 26 ára bandarískur framherji, byrjaði að spila með Tindastóli í 2. deildinni 2018. Hún skoraði þá 24 mörk í fjórtán deildarleikjum og var markahæst í deildinni. Hún skoraði einnig 24 mörk í Inkasso-deildinni í fyrra og var markadrottning hennar. Og í sumar er Tiernan búin að skora 22 mörk í fimmtán leikjum og hefur skorað helmingi fleiri mörk en næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Alls hefur Tiernan skorað 70 mörk í 46 deildarleikjum á Íslandi. „Hún er rosalega góð og lykilmaður í okkar liði. Þetta er algjör markamaskína og hún gerir aðra leikmenn í kringum sig góða. Hún er eiginlega óstöðvandi,“ sagði Bryndís sem hefur ekki trú á neinu öðru en að Tiernan láti til sín taka í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Murielle Tiernan er langmarkahæst í Lengjudeildinni.vísir/sigurbjörn árni óskarsson „Já, eins og hún gerði þegar við fórum úr 2. deildinni var fólk að spá í hvernig hún yrði í 1. deildinni. Hún sannaði sig strax þar og ég held hún geri nákvæmlega það sama í Pepsi Max-deildinni.“ Tindastólshjartað er stórt Bryndís hefur leikið með Tindastóli allan sinn feril. Hún lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2011, þá á sextánda aldursári. Bryndís segir að það hafi í raun aldrei komið til greina að fara frá Tindastóli, jafnvel þótt misvel hafi gengið hjá liðinu. „Mér hafa ekki boðist mörg tækifæri til þess. En Tindastólshjartað er frekar stórt í mér og með þetta markmið í huga í haust var aldrei neitt annað í stöðunni en að klára það,“ sagði Bryndís sem hefur lengi stefnt að því að spila með Tindastóli í efstu deild. „Það eru mörg ár síðan ég setti mér þetta markmið. Þetta er draumur sem er að rætast og ég er enn að átta mig á þessu,“ bætti Bryndís við. Tindastóll hefur unnið sex leiki í röð án þess að fá á sig mark.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Sauðárkrókur hefur í gegnum tíðina verið þekktari sem körfuboltabær en fótboltabær. Bryndís segir þó að stuðningurinn við fótboltann á Króknum sé góður. „Mér finnst samfélagið styðja virkilega vel við bakið á okkur. Ég held að fólk sé virkilega ánægt með okkur. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi og erum rosalega þakklátar fyrir hann. Það eru margir sem koma á völlinn sama hvernig veðrið er,“ sagði Bryndís. Sögulegt afrek Hún kveðst mjög stolt af því að hafa komið Tindastóli almennilega á íslenska fótboltakortið. „Þetta er sögulegt afrek sem við höfum náð og maður er enn að reyna að átta sig á því að þetta sé raunverulegt. Eins og fyrir mig. Það eru örugglega þrjú ár síðan ég ræddi um að komast upp í Pepsi Max-deildina,“ sagði Bryndís en uppgangur Tindastóls undanfarin ár hefur verið hraður. Eftir að hafa endað í 10. og neðsta sæti 1. deildar 2017 vann Tindastóll 2. deildina ári seinna. Í fyrra var liðið svo hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi Max-deildina, eins og áður sagði, en náði stóra markmiðinu í ár. Sumarið 2021 keppir Tindastóll því við bestu lið landsins í Pepsi Max-deildinni. Stólarnir ætla sér að vinna Lengjudeildina.vísir/sigurbjörn árni óskarsson Stólarnir hlakka til að spila í efstu deild en stefna fyrst að því að vinna Lengjudeildina. Tindastóll á eftir að mæta Haukum á heimavelli, ÍA á útivelli og Völsungi á heimavelli. „Við erum alveg byrjaðar að hugsa um næsta tímabil, auðvitað hugsar maður aðeins lengra. En næsta markmið er að klára deildina og vinna hana,“ sagði Bryndís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira