Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2020 20:01 Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur sala á léttvíni aukist um 24,39 prósent í lítrum talið á þessu ári, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá hefur sala á bjór aukist um 12,27 prósent. Þess ber að geta að sala í Fríhöfninni hefur að mestu legið niðri frá því í mars og einnig voru barir og veitingahús lokuð hluta af tímabilinu. Yfirlæknir á Vogi segir að breytingar í samfélaginu hafi klárlega haft áhrif á áfengisdrykkju landsmanna. „Það sem við sjáum á þessum tíma er áframhald á þróun sem við höfum séð undanfarin 15 ár. Það er að fækka í þessum yngsta hópi sem leitar til okkar og það er auðvitað mjög jákvætt og það er ennþá meira áberandi þetta árið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi og bætir við að það gæti skýrst af því að skemmtanalíf hafi legið niðri að hluta. Nú séu þó fleiri á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu. „Fólk á miðjum aldri sem lýsir því að það hefur minni hömlur þegar þessar umhverfisbremsur okkar verða minni sem gerir það að verkum að margir hafa misst tökin enn frekar og kannski farið í daglega áfengisdrykkju sem var ekki áður dagleg,“ segir Valgerður. Bæði sé um að ræða fólk sem hafi áður leitað sér aðstoðar en misst tökin vegna breyttra aðstæðna og svo fólk sem átti sig á því í fyrsta skipti að áfengisneyslan sé vandamál, nú þegar bremsurnar eru ekki til staðar og fólk mæti til dæmis ekki til vinnu. „Fólk sem er með áfengissýki og er kannski hætt að vinna eða hefur misst vinnuna eða er að vinna heima. Þá hefur bataprógrammið riðlast mikið,“ segir Valgerður. Þessi tími hafi verið erfiður fyrir marga. „Ég er viss um að það séu margir í þessum sporum sem ekki eru að leita sér aðstoðar og ég vil hvetja þá til að gera það,“ segir Valgerður. Biðlistinn á Vogi hafi ekki lengst þrátt fyrir að færri fái pláss á Vogi. „Ég hef líka áhyggjur af því að fólk sé að veigra sér við að leita sér aðstoðar. Það er heima og er hrætt við veikina og er ekki að biðja um þá aðstoð sem það þarf og það er áhyggjuefni,“ segir Valgerður.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira