Kristófer segir KR skulda sér milljónir Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2020 08:00 Kristófer Acox var í miklum metum í DHL-höllinni enda lykilmaður sem skemmti fólki með sínum kröftugu troðslum. vísir/daníel Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. Um er að ræða nokkrar milljónir króna. Kristófer kveðst auk þess í raun hafa þurft að þola það í gegnum sinn tíma hjá KR að fá ítrekað ekki greidd umsamin laun á réttum tíma. Hann hafi á endanum fengið nóg og ákveðið að yfirgefa sitt uppeldisfélag en Kristófer gekk í raðir Vals fyrr í þessum mánuði. KR hefur reyndar ekki viljað skrifa undir félagaskipti Kristófers og er málið komið inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ sem tekur það fyrir í næstu viku. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagðist ekki vilja tjá sig um ástæður þess að KR skrifaði ekki undir félagaskiptin. Hann vildi heldur ekki játa því né neita að Kristófer ætti inni laun hjá félaginu: „Mál Kristófers er bara í ferli og er ekkert sem ég ætla að tjá mig um að svo stöddu.“ Segir KR ítrekað ekki hafa greitt á réttum tíma Kristófer skrifaði í fyrra undir nýjan samning til tveggja ára við KR. Hann kveðst hafa rift þeim samningi í lok ágúst vegna ítrekaðra vanefnda. Kristófer Acox hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/DANÍEL „KR hefur varla greitt laun á réttum tíma síðan ég kom heim frá Frakklandi síðla árs 2018 [Kristófer staldraði stutt við hjá Denain Voltaire í Frakklandi haustið 2018]. Ég skrifaði undir samning þá um sumarið, fór svo til Frakklands en gekk inn í sama samning þegar ég kom heim. Þessi samningur rann út sumarið 2019 og þá gerði ég nýjan samning til tveggja ára.“ Nýr samningur en sama sagan Kristófer segir skuld KR við sig, eftir að liðið varð Íslandsmeistari 2019 og rakaði inn mörgum milljónum króna í úrslitakeppninni, ekki hafa verið sérstaklega háa miðað við heildarkröfuna nú. Því hafi hann ákveðið að skrifa undir nýjan samning: „Þeir sögðu að þetta yrði ekkert vandamál á næsta tímabili og að það yrði gert upp við mann. En síðan kom að fyrstu mánaðamótum á nýja samningnum og þá var ennþá sama sagan,“ sagði Kristófer. Upphæðin sem hann á inni núna nemur samkvæmt upplýsingum Vísis á bilinu 3-5 milljónum króna en Kristófer vildi ekki staðfesta það. Hann sagði þó að fjárhæð kröfunnar væri talin í milljónum. „Þetta ferli er bara í gangi.“ Segir faraldurinn ekki afsökun Ljóst er að kórónuveirufaraldurinn hefur haft mjög mikil áhrif á rekstur körfuknattleiksdeildar KR, eins og hefur sýnt sig með miklu brotthvarfi leikmanna kvenna- og karlaliða félagsins. Kristófer segir hins vegar að hvað sín málefni varði hafi vandamálið verið orðið stórt fyrir faraldurinn: Kristófer Acox verður 27 ára í næsta mánuði og er í hópi bestu leikmanna Dominos-deildarinnar.VÍSIR/BÁRA „Ég var búinn að vera að reka á eftir launum löngu fyrir Covid, svo það er engin afsökun. Félagið reynir núna að fela sig á bakvið það að ég hafi verið meiddur í nokkrar vikur, og að ég veiktist í desember, og að þeir telji sig ekki þurfa að borga mér fyrir þann tíma. En það stendur ekkert um slíkt í mínum samningi.“ Reyndi að komast að samkomulagi við KR Kristófer segist hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en hann hafi á endanum neyðst til að rifta samningnum og yfirgefa DHL-höllina: „Vanefndirnar voru augljóslega ítrekaðar þar sem þeir hafa ekki borgað mér á réttum tíma í marga, marga mánuði, svo ég rifti samningnum og tel mig þá lausan. Ég reyndi svo að funda með KR-ingum í einhverjar þrjár vikur til að komast að samkomulagi, bæði um skuldina og svo gaf ég þeim tækifæri á að koma með nýjan samning fyrir næsta tímabil. Þær viðræður skiluðu hins vegar ekki árangri.“ Dominos-deild karla KR Valur Kjaramál Tengdar fréttir KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. 12. september 2020 14:34 Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. Um er að ræða nokkrar milljónir króna. Kristófer kveðst auk þess í raun hafa þurft að þola það í gegnum sinn tíma hjá KR að fá ítrekað ekki greidd umsamin laun á réttum tíma. Hann hafi á endanum fengið nóg og ákveðið að yfirgefa sitt uppeldisfélag en Kristófer gekk í raðir Vals fyrr í þessum mánuði. KR hefur reyndar ekki viljað skrifa undir félagaskipti Kristófers og er málið komið inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ sem tekur það fyrir í næstu viku. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagðist ekki vilja tjá sig um ástæður þess að KR skrifaði ekki undir félagaskiptin. Hann vildi heldur ekki játa því né neita að Kristófer ætti inni laun hjá félaginu: „Mál Kristófers er bara í ferli og er ekkert sem ég ætla að tjá mig um að svo stöddu.“ Segir KR ítrekað ekki hafa greitt á réttum tíma Kristófer skrifaði í fyrra undir nýjan samning til tveggja ára við KR. Hann kveðst hafa rift þeim samningi í lok ágúst vegna ítrekaðra vanefnda. Kristófer Acox hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/DANÍEL „KR hefur varla greitt laun á réttum tíma síðan ég kom heim frá Frakklandi síðla árs 2018 [Kristófer staldraði stutt við hjá Denain Voltaire í Frakklandi haustið 2018]. Ég skrifaði undir samning þá um sumarið, fór svo til Frakklands en gekk inn í sama samning þegar ég kom heim. Þessi samningur rann út sumarið 2019 og þá gerði ég nýjan samning til tveggja ára.“ Nýr samningur en sama sagan Kristófer segir skuld KR við sig, eftir að liðið varð Íslandsmeistari 2019 og rakaði inn mörgum milljónum króna í úrslitakeppninni, ekki hafa verið sérstaklega háa miðað við heildarkröfuna nú. Því hafi hann ákveðið að skrifa undir nýjan samning: „Þeir sögðu að þetta yrði ekkert vandamál á næsta tímabili og að það yrði gert upp við mann. En síðan kom að fyrstu mánaðamótum á nýja samningnum og þá var ennþá sama sagan,“ sagði Kristófer. Upphæðin sem hann á inni núna nemur samkvæmt upplýsingum Vísis á bilinu 3-5 milljónum króna en Kristófer vildi ekki staðfesta það. Hann sagði þó að fjárhæð kröfunnar væri talin í milljónum. „Þetta ferli er bara í gangi.“ Segir faraldurinn ekki afsökun Ljóst er að kórónuveirufaraldurinn hefur haft mjög mikil áhrif á rekstur körfuknattleiksdeildar KR, eins og hefur sýnt sig með miklu brotthvarfi leikmanna kvenna- og karlaliða félagsins. Kristófer segir hins vegar að hvað sín málefni varði hafi vandamálið verið orðið stórt fyrir faraldurinn: Kristófer Acox verður 27 ára í næsta mánuði og er í hópi bestu leikmanna Dominos-deildarinnar.VÍSIR/BÁRA „Ég var búinn að vera að reka á eftir launum löngu fyrir Covid, svo það er engin afsökun. Félagið reynir núna að fela sig á bakvið það að ég hafi verið meiddur í nokkrar vikur, og að ég veiktist í desember, og að þeir telji sig ekki þurfa að borga mér fyrir þann tíma. En það stendur ekkert um slíkt í mínum samningi.“ Reyndi að komast að samkomulagi við KR Kristófer segist hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en hann hafi á endanum neyðst til að rifta samningnum og yfirgefa DHL-höllina: „Vanefndirnar voru augljóslega ítrekaðar þar sem þeir hafa ekki borgað mér á réttum tíma í marga, marga mánuði, svo ég rifti samningnum og tel mig þá lausan. Ég reyndi svo að funda með KR-ingum í einhverjar þrjár vikur til að komast að samkomulagi, bæði um skuldina og svo gaf ég þeim tækifæri á að koma með nýjan samning fyrir næsta tímabil. Þær viðræður skiluðu hins vegar ekki árangri.“
Dominos-deild karla KR Valur Kjaramál Tengdar fréttir KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. 12. september 2020 14:34 Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28 Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Sjá meira
KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31
Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram. 12. september 2020 14:34
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54
KR kveðst hafa boðið Kristófer „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa launadeilu KR-ingar segjast hafa boðið Kristófer Acox „mjög sanngjarna lausn“ til að leysa ágreining varðandi launamál og áframhaldandi samning en Kristófer hafi hafnað því. Þá hafi annað félag sent Kristófer samningsdrög. 7. september 2020 20:28
Kristófer farinn frá KR vegna ágreinings sem ekki náðist að leysa Kristófer Acox hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR vegna ágreinings sem ekki tókst að leysa. 7. september 2020 16:38