Hinn 41 árs gamli Andrea Pirlo tók nýverið við starfi aðalþjálfara hjá Ítalíumeisturum Juventus. Félagið hefur unnið Serie A undanfarin níu ár og þó svo að Maurizio Sarri – fyrrum þjálfari Chelsea og Napoli – hafi stýrt liðinu til sigurs á síðustu leiktíð þá dugði það ekki til. Leikstíllinn og slakur árangur í Meistaradeild Evrópu þýddi að Sarri fékk sparkið rétt rúmri viku eftir að Pirlo var ráðinn sem þjálfari U23 ára liðs félagsins. Skömmu eftir að Sarri var látinn taka poka sinn var svo tilkynnt að Pirlo yrði aðalþjálfari Juventus á komandi leiktíð. Samningur hans gildir til loka tímabilsins 2022. Þetta er fyrsta starf Pirlo sem aðalþjálfara og raunar hans fyrsta í knattspyrnu síðan hann lagði skóna á hilluna árið 2017. Við hverju má svo búast af Juventus undir stjórn hans? Pirlo og Morata fara yfir málin á æfingasvæðinu.Daniele Badolato/Getty Images Þjálfarinn Andrea Pirlo Pirlo lék með Juventus frá árinu 2011 til 2015. Eftir að AC Milan taldi hann búinn sem leikmann færði sig um set til Juventus og var hluti af liðinu sem lagði grunninn að níu Ítalíumeistaratitlum í röð. Með Pirlo djúpan á miðjunni vann Juventus Serie A fjögur ár í röð ásamt því að vinna bikarkeppnina á síðasta ári hans hjá félaginu. Þá fór félagið í úrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2015 en laut í gras gegn ógnarsterku liði Barcelona. Juventus stefnir á að feta í fótspor Barcelona og Real Madrid með ráðningu sinni á Pirlo. Andrea Agnelli – forseti Juventus - vonast til þess að hann verði þeirra Pep Guardiola eða Zinedine Zidane. Munurinn er auðvitað sá að þeir höfðu töluvert meiri þjálfarareynslu áður en þeir tóku við Barcelona og Real Madrid. Báðir tveir unnu Meistaradeild Evrópu og er það titillinn sem allir innan herbúða Juventus vilja næla í. Juventus vann síðast þann eyrnastóra árið 1996 og því komin 24 ár síðan félagið var á toppnum í Evrópu. Agnelli vonast til að innkoma Pirlo fái leikmenn til að lifna við eftir slakt tímabil á síðustu leiktíð. Forráðamenn félagsins vonast til að Pirlo endurveki áhuga leikmanna og stuðningsmanna með því að spila áferðarfallegan fótbolta. Quindi ora devo chiamarti Mister!?!?! In bocca al lupo per questa nuova sfida Andrea! #CoachPirlo pic.twitter.com/CWHMUoyqR3— Gianluigi Buffon (@gianluigibuffon) August 8, 2020 Það kemur samt sem áður töluvert á óvart að Pirlo sé mættur aftur út á völl en nú með skeiðklukku og flautu. Þegar hann lagði skóna á hilluna þá hafði hann lítinn sem engan áhuga á að gerast þjálfari. Í ævisögu sinni, I Think Therefore I Play, sem kom upphaflega út árið 2013 sagði Pirlo að lífstíll þjálfara væri of líkur þeim sem leikmenn lifa. Pirlo ætlaði að einbeita sér að vínekrum sínum og njóta lífsins. Il Maestro – sem er viðurnefni Pirlo hjá Juventus – snerist hins vegar hugur á innan við tveimur árum. Hann hóf nám við Coverciano, hinn margrómaða þjálfaraskóla á Ítalíu. Í lokaritgerð sinni fór hann yfir hvernig fótbolta hann vill að lið sitt spili. „Pirlo hefur alltaf verið þjálfari innra með sér. Það var ljóst á samtölum okkar undanfarin tvö ár að skoðanir hans á leiknum hafa þróast og hann var þegar búinn að ákveða hvernig lið sitt ætti að spila,“ sagði Paolo Maldini – fyrrum samherji Pirlo hjá Milan og ítalska landsliðinu – í viðtali við The Athletic. Ronaldo og Pirlo sáttur eftir 3-0 sigur í fyrsta leik.Nicolò Campo/Getty Images Hinn 41 árs gamli Pirlo – sem varð heimsmeistari með Ítalíu árið 2006 – kemur með ferska vinda. Ákveðið svægi sem hefur sárlega vantað, sérstaklega undir stjórn Sarri. „Ég veit hvernig ég vill spila. Með boltann við fæturna og vilja til að vinna,“ sagði Pirlo. Hann nefndi Barcelona undir stjórn bæði Johan Cruyff og Pep Guardiola, Ajax undir stjórn Louis Van Gaal, AC Milan-lið Carlo Ancelotti og sinn fyrrum þjálfara Antonio Conte sem fyrirmyndir sínar í þjálfun. „Ég er viss um að ég sé réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma,“ sagði Pirlo um það að fara úr þjálfara U23 ára liðsins í að vera aðalþjálfari Juventus. Hann hafði þar á undan neitað tilboðum frá öðrum liðum í Serie A sem og ensku úrvalsdeildinni. Þjálfarateymið er klárt og Pirlo hefur ákveðið að fá annan fyrrum leikmann Juventus til að hjálpa sér með varnarleikinn. Króatinn Igor Tudor var aðalþjálfari Hajduk Split í heimalandi sínu en er nú kominn aftur til Juventus. Þjálfarateymi Juventus, Igor Tudor er til hægri við Andrea Pirlo.Vísir/The Athletic Pirlo telur að fastmótaðar leikstöður leikmanna séu hlutir sem tilheyrir fortíðinni. Hann telur að leikmenn hafi ákveðin hlutverk innan vallar og í raun sé staðan sem þeir spili á vellinum engin skilgreining á því sem þeim hlutverkum sem þeir framkvæmi. Leikkerfið „flæðir“ þar af leiðandi meira og leikmenn færast um völlinn eftir því hvar hæfileikar þeirra nýtist best hverju sinni. Það sést vel á því hvernig Juventus hefur spilað í fyrstu leikjum Pirlo. Þjálfarinn telur einnig sitt hlutverk að kenna leikönnum að skilgreina aðstæður í leik hverju sinni og aðlagast þeim. Leikfræði Pirlo byggist á því sem Ítalarnir kalla CARP. C = Costruzione, uppspil. A = Ampiezza, breidd. R = Rifinitura, fara í gegn eða brjótast í gegn á síðasta þriðjung vallarins. P = Profondita, teygja á svæðinu fyrir innan vörnina. Pirlo vill þannig fylla öll svæði vallarins sóknarlega. Það er út í sitt hvorum vængnum, sitt hvort hálfsvæðið [e. half-space] og miðju vallarins. Í báðum leikjum Juventus undir hans stjórn hefur liðið spilað 4-4-2 er það er í vörn en þegar það sækir hefur leikkerfið breyst í 3-1-1-5 eða 3-2-5. Hér má sjá Juventus byggja upp sókn og hvernig liðið stillir sér upp. Það hjálpar að sjálfsögðu að Sampdoria setti ekki mikla pressu á varnarlínu Juve.Vísir/The Athletic Giorgio Chillieni – annar fyrrum samherji Pirlo hjá Juve og núverandi miðvörður félagsins – sagði í viðtali að nýr þjálfari hans geti þó ekki ætlast til þess að leikmenn liðsins framkvæmi sömu hluti innan vallar og hann gerði á sínum tíma. „Við erum ekki með augu í hnakkanum eins og hann.“ Þó fáir tengi Pirlo sjálfan við mikla hápressu þá dáist hann af leikstíl Evrópumeistara Bayern München og Liverpool. Il Maestro vill að lið sitt haldi í boltann eins og mögulegt er en ef það tapar honum er markmiðið að vinna boltann eins hratt til baka og auðið er. Þetta ku Pirlo hafa sagt við leikmenn félagsins á fyrstu æfingu sinni. Í ritgerð sinni fór Pirlo yfir hversu oft topplið Evrópu reyna að vinna boltann strax aftur eftir að hafa tapað honum. Þau reyna það 30-35 sinnum í leik og tekst að vinna boltann til baka í 70 prósent tilvika. Yngri leikmannahópur en undanfarin ár Leikmannahópur Juventus undanfarin ár hefur verið með þeim eldri í Serie A. Í sumar lagði félagið upp með að lækka meðalaldur leikmanna liðsins. Það hófst reyndar strax í janúar á þessu ári þegar Dejan Kulusevski [20 ára] var keyptur frá Parma en hann gekk þó ekki í raðir Juventus fyrr en í sumar. Þá kom Arthur Melo frá Barcelona [24] – og Mirelam Pjanić [30] fór í hina áttina. Þá kom miðjumaðurinn Weston McKennie [22] frá Schalke 04 í Þýskalandi á eins árs löngum lánsamningi. Juventus getur svo keypt hann næsta sumar. Kulusevski var frábær í liði Parma á síðustu leiktíð og er alger vinnuhestur. Hann skoraði tíu mörk og lagði upp önnur átta. Aðeins tveir leikmenn í allri deildinni hlupu meira að meðaltali í leik heldur en Kulusevski. Þessi tvítugi Svíi getur leyst margar stöður á vellinum en kraftar hans verða eflaust nýttir hvað mest hægra megin í sóknarleik Juventus. Dejan Kulusevski var frábær í leik Juventus og Sampdoria.Daniele Badolato/Getty Images Félagið losaði sig við ellismellina Blaise Matuidi [33] og Gonzalo Higuaín [32] sem fóru báðir til Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Báðir fóru frítt en Juventus hefur einnig lagt mikla áherslu á að minnka launakostnað félagsins. Félagið ku vera tilbúið að leyfa Sami Khedira [33] að fara frítt og þá er verið að leita að félagi sem er tilbúið að kaupa Douglas Costa [30]. Juventus var í leit að öðrum framherja í stað Higuaín í allt sumar og var fjöldinn allur af framherjum orðaður við félagið. Á endanum var það leikmaður sem þekkir vel til félagsins sem kom til að leysa Argentínumanninn af hólmi. Álvaro Borja Morata Martín gekk aftur í raðir Juventus, á láni líkt og McKennie, frá Atletico Madrid. Hinn 27 ára gamli Morata lék með liðinu frá 2014 til ársins 2016 og hefur leikið með Real Madrid, Chelsea og Atletico síðan. Hann gefur liðinu aukna breidd fram á við ásamt því að gefa þeim aðra týpu af framherja heldur en Ronaldo og Kulusevski eru. Momenti indelebili. Ricomincia a farci sognare, @AlvaroMorata! #MoreMorata #LiveAhead https://t.co/InTU1Hg9VA pic.twitter.com/91QD4tJJVf— JuventusFC (@juventusfc) September 23, 2020 Hvað er hægt að lesa í fyrstu tvo leiki Juventus undir stjórn Pirlo? Liðið vann auðveldan 5-0 sigur á C-deildarliði Novara í fyrsta – og eina – æfingaleik Juventus undir stjórn Pirlo. Þar átti færslan úr 4-4-2 yfir í 3-2-5 sér stað reglulega og það sama má segja um 3-0 sigur liðsins á Sampdoria í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið lék vel en enginn betur þó en hinn 29 ára gamli Aaron Ramsey. Walesverjanum var gefinn laus taumurinn í leiknum og lék hann á alls oddi og ef ekki hefði verið fyrir slaka færanýtingu Cristiano Ronaldo af öllu mönnum hefði Ramsey að öllum líkindum lagt upp þrjú mörk. Hann lagði á endanum upp eitt – á Ronaldo undir lok leiks – og var valinn maður leiksins af La Gazzetta dello Sport. Ramsey byrjaði aðeins tvo af 12 leikjum Juventus eftir að ítalska deildin fór aftur af stað eftir að hlé var gert á henni vegna kórónufaraldursins. Það kom því á óvart að hann skyldi byrja gegn Sampdoria. „Ramsey er frábær leikmaður, mjög klókur. Eina sem hann þarf að gera er að haldast heill, hann hefur sýnt mér að hann er mikilvægur leikmaður,“ sagði Pirlo eftir leik. Pirlo vill að lið sitt spili í gegnum pressu mótherjans sem og Juventus gerði gegn Sampdoria. Hann leggur áherslu á að reyna búa til eins „opnar sendingar“ og mögulegt er. Þar spilaði Ramsey stórt hlutverk sem tengiliður milli miðju og sóknar. Hér að neðan má sjá hvar Ramsey var helst að fá boltann gegn Sampdoria þökk sé vefsíðunni Statsbomb. Hér má sjá hvar leikmenn Juventus fengu boltann oftast í leiknum gegn Sampdoria.Vísir/Statsbomb Nýju mennirnir McKennie og Kulusevksi spiluðu stóra rullu gegn Sampdoria á meðan Arthur sat allan tímann á bekknum. Hinn bandaríski McKennie gefur liðinu ákveðna vigt – í orðsins fyllstu merkingu – inn á miðsvæðinu. Hann spilar sem hálfgerður múrbrjótur sem á að stöðva sóknir andstæðinganna og koma boltanum í spil. Með honum á miðjunni var Frakkinn Adrien Rabiot, sá er töluvert sóknarsinnaðri en McKennie. Það sem var hvað athyglisverðast var það að þegar Juventus varðist í 4-4-2 leikkerfi sínu þá var Ramsey úti vinstra megin. Þegar liðið vann boltann og lagði af stað í sókn þá færði Walesverjinn sig í „tíuna“ eða „holuna“ á bakvið framherjana. Hann var þó mest að vinna í hálfsvæðinu vinstra megin og fékk flestar sínar sendingar þar. Ramsey kom ekki aðeins stutt og bjó þar með til yfirtölu á miðjunni heldur stakk hann sér einnig inn fyrir vörn gestanna þegar þess þurfti. Hvort boltinn kom eða ekki þá bjó hann þar með til pláss fyrir aðra leikmenn Juventus. Ólíkt síðustu leiktíð þar sem Ronaldo og samherji hans upp á topp voru oftar en ekki einangraðir í fremstu víglínu þá var Ramsey aldrei langt undan gegn Sampdoria. Hann átti næst flestar snertingar leikmanna Juventus á boltann inn í teig Sampdoria. Good start to the season, excited for what s to come #ForzaJuve pic.twitter.com/LfX5ZpU6Ro— Aaron Ramsey (@aaronramsey) September 20, 2020 Að öllu þessu sögðu var mótspyrnan lítil sem engin. Lærisveinar Claudio Ranieri mættu einfaldlega ekki til leiks og á öðrum degi hefði Juventus skorað fimm eða sex mörk. Liðið var með boltann 66% af leiknum og reyndi 20 skot í leiknum. Það er ljóst að það verður forvitnilegt að fylgjast með Juventus í vetur og sjá hvernig Pirlo mun höndla mótlæti þegar þar að kemur. Það gæti gerst strax í næstu tveimur leikjum en á sunnudag heimsækir liðið Róm. Viku síðar kemur Napoli í heimsókn á Allianz-völlinn í Tórínó, þá fyrst fáum við að sjá hvernig Juventus mun spila gegn liði sem gæti komið í veg fyrir að félagið vinni tíunda Ítalíumeistaratitilinn í röð. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pirlo byrjar á öruggum sigri og Ronaldo skoraði Juventus byrjar titilvörnina af krafti en liðið vann 3-0 sigur á Samporia í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. 20. september 2020 20:45 Pirlo ráðinn stjóri Juventus Andrea Pirlo hefur verið ráðinn þjálfari Juventus en samningur hans gildir út næstu leiktíð. 8. ágúst 2020 18:34 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Einungis tveir leikmenn Juventus fá lægri laun en þjálfarinn Andrea Pirlo er á leið í sitt fyrsta þjálfarastarf en hann var ráðinn þjálfari ítölsku meistaranna í Juventus á dögunum. 12. ágúst 2020 15:00 „Svo núna þarf ég að kalla þig herra?“ Það kom mörgum á óvart þegar Andrea Pirlo var fyrr í dag ráðinn þjálfari Juventus, einungis nokkrum dögum eftir að hann var ráðinn þjálfari U23-ára liðs félagsins. 8. ágúst 2020 23:00 Beckham fær fyrstu stjörnuna til Inter Miami David Beckham ætlar að endurnýja kynnin við franska heimsmeistarann Blaise Matuidi hjá Inter Miami. 10. ágúst 2020 22:30 Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. 21. ágúst 2020 18:30 Higuaín á leið til Beckhams David Beckham, eigandi Inter Miami, er við það að krækja í annan leikmann frá Ítalíumeisturum Juventus. 3. september 2020 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Hinn 41 árs gamli Andrea Pirlo tók nýverið við starfi aðalþjálfara hjá Ítalíumeisturum Juventus. Félagið hefur unnið Serie A undanfarin níu ár og þó svo að Maurizio Sarri – fyrrum þjálfari Chelsea og Napoli – hafi stýrt liðinu til sigurs á síðustu leiktíð þá dugði það ekki til. Leikstíllinn og slakur árangur í Meistaradeild Evrópu þýddi að Sarri fékk sparkið rétt rúmri viku eftir að Pirlo var ráðinn sem þjálfari U23 ára liðs félagsins. Skömmu eftir að Sarri var látinn taka poka sinn var svo tilkynnt að Pirlo yrði aðalþjálfari Juventus á komandi leiktíð. Samningur hans gildir til loka tímabilsins 2022. Þetta er fyrsta starf Pirlo sem aðalþjálfara og raunar hans fyrsta í knattspyrnu síðan hann lagði skóna á hilluna árið 2017. Við hverju má svo búast af Juventus undir stjórn hans? Pirlo og Morata fara yfir málin á æfingasvæðinu.Daniele Badolato/Getty Images Þjálfarinn Andrea Pirlo Pirlo lék með Juventus frá árinu 2011 til 2015. Eftir að AC Milan taldi hann búinn sem leikmann færði sig um set til Juventus og var hluti af liðinu sem lagði grunninn að níu Ítalíumeistaratitlum í röð. Með Pirlo djúpan á miðjunni vann Juventus Serie A fjögur ár í röð ásamt því að vinna bikarkeppnina á síðasta ári hans hjá félaginu. Þá fór félagið í úrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2015 en laut í gras gegn ógnarsterku liði Barcelona. Juventus stefnir á að feta í fótspor Barcelona og Real Madrid með ráðningu sinni á Pirlo. Andrea Agnelli – forseti Juventus - vonast til þess að hann verði þeirra Pep Guardiola eða Zinedine Zidane. Munurinn er auðvitað sá að þeir höfðu töluvert meiri þjálfarareynslu áður en þeir tóku við Barcelona og Real Madrid. Báðir tveir unnu Meistaradeild Evrópu og er það titillinn sem allir innan herbúða Juventus vilja næla í. Juventus vann síðast þann eyrnastóra árið 1996 og því komin 24 ár síðan félagið var á toppnum í Evrópu. Agnelli vonast til að innkoma Pirlo fái leikmenn til að lifna við eftir slakt tímabil á síðustu leiktíð. Forráðamenn félagsins vonast til að Pirlo endurveki áhuga leikmanna og stuðningsmanna með því að spila áferðarfallegan fótbolta. Quindi ora devo chiamarti Mister!?!?! In bocca al lupo per questa nuova sfida Andrea! #CoachPirlo pic.twitter.com/CWHMUoyqR3— Gianluigi Buffon (@gianluigibuffon) August 8, 2020 Það kemur samt sem áður töluvert á óvart að Pirlo sé mættur aftur út á völl en nú með skeiðklukku og flautu. Þegar hann lagði skóna á hilluna þá hafði hann lítinn sem engan áhuga á að gerast þjálfari. Í ævisögu sinni, I Think Therefore I Play, sem kom upphaflega út árið 2013 sagði Pirlo að lífstíll þjálfara væri of líkur þeim sem leikmenn lifa. Pirlo ætlaði að einbeita sér að vínekrum sínum og njóta lífsins. Il Maestro – sem er viðurnefni Pirlo hjá Juventus – snerist hins vegar hugur á innan við tveimur árum. Hann hóf nám við Coverciano, hinn margrómaða þjálfaraskóla á Ítalíu. Í lokaritgerð sinni fór hann yfir hvernig fótbolta hann vill að lið sitt spili. „Pirlo hefur alltaf verið þjálfari innra með sér. Það var ljóst á samtölum okkar undanfarin tvö ár að skoðanir hans á leiknum hafa þróast og hann var þegar búinn að ákveða hvernig lið sitt ætti að spila,“ sagði Paolo Maldini – fyrrum samherji Pirlo hjá Milan og ítalska landsliðinu – í viðtali við The Athletic. Ronaldo og Pirlo sáttur eftir 3-0 sigur í fyrsta leik.Nicolò Campo/Getty Images Hinn 41 árs gamli Pirlo – sem varð heimsmeistari með Ítalíu árið 2006 – kemur með ferska vinda. Ákveðið svægi sem hefur sárlega vantað, sérstaklega undir stjórn Sarri. „Ég veit hvernig ég vill spila. Með boltann við fæturna og vilja til að vinna,“ sagði Pirlo. Hann nefndi Barcelona undir stjórn bæði Johan Cruyff og Pep Guardiola, Ajax undir stjórn Louis Van Gaal, AC Milan-lið Carlo Ancelotti og sinn fyrrum þjálfara Antonio Conte sem fyrirmyndir sínar í þjálfun. „Ég er viss um að ég sé réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma,“ sagði Pirlo um það að fara úr þjálfara U23 ára liðsins í að vera aðalþjálfari Juventus. Hann hafði þar á undan neitað tilboðum frá öðrum liðum í Serie A sem og ensku úrvalsdeildinni. Þjálfarateymið er klárt og Pirlo hefur ákveðið að fá annan fyrrum leikmann Juventus til að hjálpa sér með varnarleikinn. Króatinn Igor Tudor var aðalþjálfari Hajduk Split í heimalandi sínu en er nú kominn aftur til Juventus. Þjálfarateymi Juventus, Igor Tudor er til hægri við Andrea Pirlo.Vísir/The Athletic Pirlo telur að fastmótaðar leikstöður leikmanna séu hlutir sem tilheyrir fortíðinni. Hann telur að leikmenn hafi ákveðin hlutverk innan vallar og í raun sé staðan sem þeir spili á vellinum engin skilgreining á því sem þeim hlutverkum sem þeir framkvæmi. Leikkerfið „flæðir“ þar af leiðandi meira og leikmenn færast um völlinn eftir því hvar hæfileikar þeirra nýtist best hverju sinni. Það sést vel á því hvernig Juventus hefur spilað í fyrstu leikjum Pirlo. Þjálfarinn telur einnig sitt hlutverk að kenna leikönnum að skilgreina aðstæður í leik hverju sinni og aðlagast þeim. Leikfræði Pirlo byggist á því sem Ítalarnir kalla CARP. C = Costruzione, uppspil. A = Ampiezza, breidd. R = Rifinitura, fara í gegn eða brjótast í gegn á síðasta þriðjung vallarins. P = Profondita, teygja á svæðinu fyrir innan vörnina. Pirlo vill þannig fylla öll svæði vallarins sóknarlega. Það er út í sitt hvorum vængnum, sitt hvort hálfsvæðið [e. half-space] og miðju vallarins. Í báðum leikjum Juventus undir hans stjórn hefur liðið spilað 4-4-2 er það er í vörn en þegar það sækir hefur leikkerfið breyst í 3-1-1-5 eða 3-2-5. Hér má sjá Juventus byggja upp sókn og hvernig liðið stillir sér upp. Það hjálpar að sjálfsögðu að Sampdoria setti ekki mikla pressu á varnarlínu Juve.Vísir/The Athletic Giorgio Chillieni – annar fyrrum samherji Pirlo hjá Juve og núverandi miðvörður félagsins – sagði í viðtali að nýr þjálfari hans geti þó ekki ætlast til þess að leikmenn liðsins framkvæmi sömu hluti innan vallar og hann gerði á sínum tíma. „Við erum ekki með augu í hnakkanum eins og hann.“ Þó fáir tengi Pirlo sjálfan við mikla hápressu þá dáist hann af leikstíl Evrópumeistara Bayern München og Liverpool. Il Maestro vill að lið sitt haldi í boltann eins og mögulegt er en ef það tapar honum er markmiðið að vinna boltann eins hratt til baka og auðið er. Þetta ku Pirlo hafa sagt við leikmenn félagsins á fyrstu æfingu sinni. Í ritgerð sinni fór Pirlo yfir hversu oft topplið Evrópu reyna að vinna boltann strax aftur eftir að hafa tapað honum. Þau reyna það 30-35 sinnum í leik og tekst að vinna boltann til baka í 70 prósent tilvika. Yngri leikmannahópur en undanfarin ár Leikmannahópur Juventus undanfarin ár hefur verið með þeim eldri í Serie A. Í sumar lagði félagið upp með að lækka meðalaldur leikmanna liðsins. Það hófst reyndar strax í janúar á þessu ári þegar Dejan Kulusevski [20 ára] var keyptur frá Parma en hann gekk þó ekki í raðir Juventus fyrr en í sumar. Þá kom Arthur Melo frá Barcelona [24] – og Mirelam Pjanić [30] fór í hina áttina. Þá kom miðjumaðurinn Weston McKennie [22] frá Schalke 04 í Þýskalandi á eins árs löngum lánsamningi. Juventus getur svo keypt hann næsta sumar. Kulusevski var frábær í liði Parma á síðustu leiktíð og er alger vinnuhestur. Hann skoraði tíu mörk og lagði upp önnur átta. Aðeins tveir leikmenn í allri deildinni hlupu meira að meðaltali í leik heldur en Kulusevski. Þessi tvítugi Svíi getur leyst margar stöður á vellinum en kraftar hans verða eflaust nýttir hvað mest hægra megin í sóknarleik Juventus. Dejan Kulusevski var frábær í leik Juventus og Sampdoria.Daniele Badolato/Getty Images Félagið losaði sig við ellismellina Blaise Matuidi [33] og Gonzalo Higuaín [32] sem fóru báðir til Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Báðir fóru frítt en Juventus hefur einnig lagt mikla áherslu á að minnka launakostnað félagsins. Félagið ku vera tilbúið að leyfa Sami Khedira [33] að fara frítt og þá er verið að leita að félagi sem er tilbúið að kaupa Douglas Costa [30]. Juventus var í leit að öðrum framherja í stað Higuaín í allt sumar og var fjöldinn allur af framherjum orðaður við félagið. Á endanum var það leikmaður sem þekkir vel til félagsins sem kom til að leysa Argentínumanninn af hólmi. Álvaro Borja Morata Martín gekk aftur í raðir Juventus, á láni líkt og McKennie, frá Atletico Madrid. Hinn 27 ára gamli Morata lék með liðinu frá 2014 til ársins 2016 og hefur leikið með Real Madrid, Chelsea og Atletico síðan. Hann gefur liðinu aukna breidd fram á við ásamt því að gefa þeim aðra týpu af framherja heldur en Ronaldo og Kulusevski eru. Momenti indelebili. Ricomincia a farci sognare, @AlvaroMorata! #MoreMorata #LiveAhead https://t.co/InTU1Hg9VA pic.twitter.com/91QD4tJJVf— JuventusFC (@juventusfc) September 23, 2020 Hvað er hægt að lesa í fyrstu tvo leiki Juventus undir stjórn Pirlo? Liðið vann auðveldan 5-0 sigur á C-deildarliði Novara í fyrsta – og eina – æfingaleik Juventus undir stjórn Pirlo. Þar átti færslan úr 4-4-2 yfir í 3-2-5 sér stað reglulega og það sama má segja um 3-0 sigur liðsins á Sampdoria í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið lék vel en enginn betur þó en hinn 29 ára gamli Aaron Ramsey. Walesverjanum var gefinn laus taumurinn í leiknum og lék hann á alls oddi og ef ekki hefði verið fyrir slaka færanýtingu Cristiano Ronaldo af öllu mönnum hefði Ramsey að öllum líkindum lagt upp þrjú mörk. Hann lagði á endanum upp eitt – á Ronaldo undir lok leiks – og var valinn maður leiksins af La Gazzetta dello Sport. Ramsey byrjaði aðeins tvo af 12 leikjum Juventus eftir að ítalska deildin fór aftur af stað eftir að hlé var gert á henni vegna kórónufaraldursins. Það kom því á óvart að hann skyldi byrja gegn Sampdoria. „Ramsey er frábær leikmaður, mjög klókur. Eina sem hann þarf að gera er að haldast heill, hann hefur sýnt mér að hann er mikilvægur leikmaður,“ sagði Pirlo eftir leik. Pirlo vill að lið sitt spili í gegnum pressu mótherjans sem og Juventus gerði gegn Sampdoria. Hann leggur áherslu á að reyna búa til eins „opnar sendingar“ og mögulegt er. Þar spilaði Ramsey stórt hlutverk sem tengiliður milli miðju og sóknar. Hér að neðan má sjá hvar Ramsey var helst að fá boltann gegn Sampdoria þökk sé vefsíðunni Statsbomb. Hér má sjá hvar leikmenn Juventus fengu boltann oftast í leiknum gegn Sampdoria.Vísir/Statsbomb Nýju mennirnir McKennie og Kulusevksi spiluðu stóra rullu gegn Sampdoria á meðan Arthur sat allan tímann á bekknum. Hinn bandaríski McKennie gefur liðinu ákveðna vigt – í orðsins fyllstu merkingu – inn á miðsvæðinu. Hann spilar sem hálfgerður múrbrjótur sem á að stöðva sóknir andstæðinganna og koma boltanum í spil. Með honum á miðjunni var Frakkinn Adrien Rabiot, sá er töluvert sóknarsinnaðri en McKennie. Það sem var hvað athyglisverðast var það að þegar Juventus varðist í 4-4-2 leikkerfi sínu þá var Ramsey úti vinstra megin. Þegar liðið vann boltann og lagði af stað í sókn þá færði Walesverjinn sig í „tíuna“ eða „holuna“ á bakvið framherjana. Hann var þó mest að vinna í hálfsvæðinu vinstra megin og fékk flestar sínar sendingar þar. Ramsey kom ekki aðeins stutt og bjó þar með til yfirtölu á miðjunni heldur stakk hann sér einnig inn fyrir vörn gestanna þegar þess þurfti. Hvort boltinn kom eða ekki þá bjó hann þar með til pláss fyrir aðra leikmenn Juventus. Ólíkt síðustu leiktíð þar sem Ronaldo og samherji hans upp á topp voru oftar en ekki einangraðir í fremstu víglínu þá var Ramsey aldrei langt undan gegn Sampdoria. Hann átti næst flestar snertingar leikmanna Juventus á boltann inn í teig Sampdoria. Good start to the season, excited for what s to come #ForzaJuve pic.twitter.com/LfX5ZpU6Ro— Aaron Ramsey (@aaronramsey) September 20, 2020 Að öllu þessu sögðu var mótspyrnan lítil sem engin. Lærisveinar Claudio Ranieri mættu einfaldlega ekki til leiks og á öðrum degi hefði Juventus skorað fimm eða sex mörk. Liðið var með boltann 66% af leiknum og reyndi 20 skot í leiknum. Það er ljóst að það verður forvitnilegt að fylgjast með Juventus í vetur og sjá hvernig Pirlo mun höndla mótlæti þegar þar að kemur. Það gæti gerst strax í næstu tveimur leikjum en á sunnudag heimsækir liðið Róm. Viku síðar kemur Napoli í heimsókn á Allianz-völlinn í Tórínó, þá fyrst fáum við að sjá hvernig Juventus mun spila gegn liði sem gæti komið í veg fyrir að félagið vinni tíunda Ítalíumeistaratitilinn í röð.
Pirlo byrjar á öruggum sigri og Ronaldo skoraði Juventus byrjar titilvörnina af krafti en liðið vann 3-0 sigur á Samporia í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. 20. september 2020 20:45
Pirlo ráðinn stjóri Juventus Andrea Pirlo hefur verið ráðinn þjálfari Juventus en samningur hans gildir út næstu leiktíð. 8. ágúst 2020 18:34
Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30
Einungis tveir leikmenn Juventus fá lægri laun en þjálfarinn Andrea Pirlo er á leið í sitt fyrsta þjálfarastarf en hann var ráðinn þjálfari ítölsku meistaranna í Juventus á dögunum. 12. ágúst 2020 15:00
„Svo núna þarf ég að kalla þig herra?“ Það kom mörgum á óvart þegar Andrea Pirlo var fyrr í dag ráðinn þjálfari Juventus, einungis nokkrum dögum eftir að hann var ráðinn þjálfari U23-ára liðs félagsins. 8. ágúst 2020 23:00
Beckham fær fyrstu stjörnuna til Inter Miami David Beckham ætlar að endurnýja kynnin við franska heimsmeistarann Blaise Matuidi hjá Inter Miami. 10. ágúst 2020 22:30
Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. 21. ágúst 2020 18:30
Higuaín á leið til Beckhams David Beckham, eigandi Inter Miami, er við það að krækja í annan leikmann frá Ítalíumeisturum Juventus. 3. september 2020 11:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti