Lífið

Hélt flottasta afmæli ársins fyrir dreng með heilaæxli og úr varð svakalegt YouTube-myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstakur afmælisdagur. 
Einstakur afmælisdagur. 

Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti.

Í nýjasta myndbandinu má sjá heldur óhefðbundna sprengju. Fyrir um ári kynntist Mark ungum dreng að nafni Fletcher sem greindist með heilaæxli fyrir ekki svo löngu. Fletcher er einhver mesti Rober aðdáandi sem til er.

Það tók átta mánuði að undirbúa umrædda tilraun og átti þar að bæta heimsmetið í svokallaðri fílatannkremasprengju. Fílatannkrem freyðir sérstaklega mikið og er mjög vinsælt að nota efnið í YouTube myndböndum.

Rober lofaði Fletcher að halda heljarinnar 13 ára afmælispartí fyrir drenginn þegar hann myndi ljúka við meðferð.

Rober gerði alls 150 tilraunir áður en stóri dagurinn rann upp en hér að neðan má sjá hvernig til tókst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.