Gæti orðið frjáls ferða sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2020 12:26 Maðurinn huldi andlit sitt við þingfestingu málsins í morgun. vísir/vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27
Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00