Það geta ekki allir verið Bubbi Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 26. september 2020 08:00 Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Sjá meira
Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun