Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Drífa Snædal skrifar 25. september 2020 14:30 Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd komust að þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamninga hefðu staðist og því væri ekki tilefni til að segja þeim upp. Atvinnurekendur komust að annarri niðurstöðu og teygðu sig langt til þess, enda snýr eina raunverulega vafaatriðið að okkar mati að afnámi verðtryggingar. Það er því í boði atvinnurekenda ef samningar falla úr gildi, sem kallar á mikla ólgu og óvissu. Verkalýðshreyfingin er tilbúin í það sem koma skal. Okkar hlutverk er skýrt: að standa vörð um almannahagsmuni á erfiðum tímum. Það gerum við með því að mæta vanda þeirra atvinnugreina og landshluta sem illa hafa orðið úti, ekki með því að nota kreppuástand til að auka á ójöfnuð og draga úr tekjubótum til þeirra sem lægst hafa launin. Annað hitamál vikunnar eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna og sú sérstaka yfirlýsing seðlabankastjóra að fjármálaeftirlitið eigi að skoða stjórnarhætti einstaka stjórnarmanna, sem virðist eingöngu beinast að fulltrúum launafólks. Við erum sannarlega tilbúin til umræðu um skipulag sjóðanna, lengi hefur verið bent á að það skjóti skökku við hversu áhrifamiklir atvinnurekendur eru hvað varðar ráðstöfun eftirlaunasjóða launafólks. En að halda því fram að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum sjóðanna séu ekki að gæta hagsmuna félagsmanna eru alvarlegar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Reyndar hefur Kveikur – heimildarþáttur enn á ný varpað ljósi á mikilvægi þess að taka ekki bara ákvarðanir út frá fjármálum heldur einnig siðferði við fjárfestingar. Það er nefnilega allra hagur og sjóðirnir setji sér raunveruleg siðferðisviðmið í fjárfestingum. Ég fagna umræðu um lífeyrissjóðina enda eigum við þá öll og öll höfum við fullt frelsi til að hafa skoðanir á skipulagi þeirra og fjárfestingum. Þar verður enginn múlbundinn. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar