Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 17:35 Konan var í dag sýknuð í Landsrétti en ekki taldist nægilega sannað að hún hafi beitt stúlkuna ofbeldi með þeim hætti sem ákæruvaldið tilgreindi. Vísir/Vilhelm Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni. Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni.
Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira