KA/Þór heimsótti FH í Olís-deild kvenna í handbolta í Kaplakrika í kvöld en bæði liðin voru án sigurs eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Norðankonur tóku frumkvæðið fljótt og leiddu leikinn nær allan tímann.
Fór að lokum svo að KA/Þór vann tveggja marka sigur, 19-21, eftir að hafa leitt 9-12 í leikhléi.
Rut Jónsdóttir var markahæst í liði gestanna með sjö mörk en hjá heimakonum var Hildur Guðjónsdóttir atkvæðamest með fjögur mörk.