Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:59 Fossvogsskóli var lokað vorið 2019 vegna myglu sem fannst í húsnæði skólans. Móðir barns í skólanum segir son sinn enn finna fyrir einkennum myglu. Vísir/Vilhelm Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00