Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Eva Hauksdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar