Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 21:42 Barrett með Trump forseta við Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Roe gegn Wade er sá dómur sem hefur gefið hvað mest fordæmi fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Amy Coney Barrett, sem Trump tilnefni til Hæstaréttar í gær, hefur ítrekað dæmt þannig í þungunarrofsmálum að aðgengi að þeim hefur verið gert minna. Trump sagðist ekki hafa rætt þungunarrofsmál við Barrett áður en hann tilnefndi hana til dómsins en hann sagði að Barrett hefði sannarlega íhaldssamar skoðanir. Barrett kemur til með að taka sæti Ruth Bader Ginsburg, sem lést 18. september síðastliðinn og var mikil kvenréttindabaráttukona, en Barrett mun þurfa að vera kjörin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. Demókratar og kvenréttindabaráttufólk hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar skipunar Barrett, en hún er talin mjög íhaldssöm, og telja margir frjálslyndir að Barrett muni stuðla að því að dómurinn Roe gegn Wade verði afnuminn en hann lögleiddi þungunarrof í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt að þungunarrof verði til mikillar umræðu vegna tilnefningar Barrett Verði tilnefning Barretts staðfest af öldungadeildinni verður hún sjötti íhaldssami dómarinn í Hæstarétti á móti þremur frjálslyndum. Hafa margir bent á að það geti orðið til þess að hugmyndafræði baki dómum næstu áratuga breytist. Trump sagðist hins vegar ekki vera viss um hvernig Barrett myndi kjósa um málið yrði það tekið upp af Hæstarétti að nýju. „Ég er fyrst og fremst að leita að einhverjum sem túlkar stjórnarskrána eins og hún var skrifuð. Hún er mjög ákveðin hvað það varðar,“ sagði Trump í viðtali í umræðuþættinum Fox & Friends í dag. Dómararnir við Hæstarétt Bandaríkjanna eru skipaðir til æviloka og geta dómar þeirra haft áhrif á opinbera stefnu stjórnvalda á flestum sviðum, svo sem skotvopnalöggjöf og þungunarrofslöggjöf. Barrett er þriðji dómarinn sem Trump tilnefnir til Hæstaréttar, en hann skipaði Neil Gorsuch árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Mikil umræða um afstöðu Gorsuch og Kavanaugh til þungunarrofs myndaðist við yfirheyrslur þeirra hjá öldungadeildinni áður en atkvæði voru greidd um tilnefningu þeirra.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira