Persónuvernd skoðar samskipti landlæknis og sóttvarnalæknis við ÍE Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 22:11 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að ein kvörtun hafi borist vegna meðhöndlunar persónuupplýsinga í tengslum við skimun á Covid-19. Vísir/Egill Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður Landspítalinn einnig athugaður þar sem hluti veirufræðideildar hans var flutt í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni til þess að auka afkastagetu. Í viðtali við RÚV segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að mikilvægt sé að vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga séu unnar þrátt fyrir að tilgangurinn sé góður. Ekki hafi erindi verið sent á Íslenska erfðagreiningu þar sem aðeins sé verið að skoða opinberar stofnanir, starfsemi þeirra og ábyrgð. Þá hafi ein kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar persónuupplýsinga í skipum við Covid-19. Varla hefur farið fram hjá nokkrum að Íslensk erfðagreining hafi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónuveirunni og hefur fyrirtækið boðið upp á skimanir, staðið fyrir mælingu mótefna og aðstoðað við sýnatökur á landamærunum. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfestir við RÚV að fyrirspurnir hafi verið sendar á Embætti landlæknis um samskipti landlæknis, sóttvarnalæknis og ÍE og nú sé unnið að því að svara spurningum Persónuverndar. Upp vöknuðu spurningar í sambandi við meðhöndlun á persónuupplýsingum þegar Íslensk erfðagreining bauðst til að hjálpa við skimun í upphafi faraldursins hér á landi. Óljóst var hvort um vísindarannsókn væri að ræða en til þess að framkvæma slíka rannsókn þyrfti samþykki Vísindasiðanefndar. Það fór svo að Persónuvernd féllst á það að ekki þyrfti leyfi Vísindasiðanefndar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á samskiptum landlæknisembættisins, sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. Þá verður Landspítalinn einnig athugaður þar sem hluti veirufræðideildar hans var flutt í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni til þess að auka afkastagetu. Í viðtali við RÚV segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að mikilvægt sé að vita hvernig heilbrigðisupplýsingar um Íslendinga séu unnar þrátt fyrir að tilgangurinn sé góður. Ekki hafi erindi verið sent á Íslenska erfðagreiningu þar sem aðeins sé verið að skoða opinberar stofnanir, starfsemi þeirra og ábyrgð. Þá hafi ein kvörtun til Persónuverndar vegna meðferðar persónuupplýsinga í skipum við Covid-19. Varla hefur farið fram hjá nokkrum að Íslensk erfðagreining hafi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónuveirunni og hefur fyrirtækið boðið upp á skimanir, staðið fyrir mælingu mótefna og aðstoðað við sýnatökur á landamærunum. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfestir við RÚV að fyrirspurnir hafi verið sendar á Embætti landlæknis um samskipti landlæknis, sóttvarnalæknis og ÍE og nú sé unnið að því að svara spurningum Persónuverndar. Upp vöknuðu spurningar í sambandi við meðhöndlun á persónuupplýsingum þegar Íslensk erfðagreining bauðst til að hjálpa við skimun í upphafi faraldursins hér á landi. Óljóst var hvort um vísindarannsókn væri að ræða en til þess að framkvæma slíka rannsókn þyrfti samþykki Vísindasiðanefndar. Það fór svo að Persónuvernd féllst á það að ekki þyrfti leyfi Vísindasiðanefndar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira