Graeme Souness á því að Liverpool gæti líka stungið af í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 10:01 Sadio Mane í leik með Liverpool á móti Manchester City á síðasta tímabili. Getty/Andrew Powell Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira