„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 08:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira