„Námið á Íslandi opnaði augu mín fyrir nýjum lausnum“ Heimsljós 28. september 2020 09:49 Toshpulot Rajabov (t.h.) við rannsóknir. Landgræðsluskólinn „Námið við Landgræðsluskólann reyndist mér afar gjöfult því það opnaði augu mín fyrir margvíslegum nýjum lausnum og aðferðum sem ég nýtti mér í doktorsnáminu,“ segir Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan, en sviðið hýsir meðal annars jarðvegsvísindi, landbúnaðartækni, áburðarfræði og ávaxtarækt. Hann segir í samtali við Heimsljós að sex mánaða nám hans í Landgræðsluskólanum hér á landi hafi opnað honum dyr að frekari þekkingaröflun sem nú nýtist nemendum og samstarfsfólki í háskólanum. Toshpulot Rajabov Toshpulot Rajabov var sérfræðingur í deild vistfræði og vatna við Samarkand ríkisháskólann, einni af samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Úsbekistan, þegar hann kom til náms við skólann, þá með meistaragráðu í plöntuvísindum. Þegar hann kom hingað til lands var hann byrjaður í doktorsnámi við Samarkand ríkisháskólanum. Hann ákvað að nota gögn úr doktorsnáminu í lokaverkefninu sem hann vann við Landgræðsluskólann, sem er hluti af náminu og unnið seinni hluta námstímabilsins, undir leiðsögn leiðbeinanda. Verkefnið hans við Landgræðsluskólann fjallaði um áhrif beitar á gróðurfar og hann notaði meðal annars fjarkönnunargögn við þá vinnu. „Þessi reynsla nýttist mér svo til að þróa doktorsnámið mitt inn á svið sem annars hefði ekki verið mögulegt. Við Landgræðsluskólann fékk ég einnig fleiri hugmyndir að verkefnum sem gætu hjálpað við að koma á sjálfbærari nýtingu beitilandanna heima í Úsbekistan,“ segir hann. Toshpulot sótti um styrki til að koma verkefnunum í framkvæmd og hlaut meðal annars styrk frá DAAD í Þýskalandi, námsstyrk frá Skógarstofnun Bandaríkjanna, og Fulbright rannsóknarstyrk. Eftir að hann lauk námi í Landgræðsluskólanum hafa honum verið falin ábyrgðamikil störf við Samarkand ríkisháskólann og núna er hann sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs háskólans. Með starfi sínu við háskólann er hann í stöðu til að efla fræðasvið um nýtingu náttúruauðlinda, mennta ungu kynslóðina og hvetja hana til dáða. Samarkand ríkisháskólinn í Úsbekistan fagnar 600 ára afmæli um þessar mundir og rekur upphaf sitt til Registan sem var bæði moska og skóli í miðborg Samarkand. Það er eitt af kennileitum borgarinnar og jafnframt á heimsminjaskrá UNESCO. Landgræðsluskóli GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu - er einn fjögurra skóla sem starfa hér á landi undir merkjum Mennta, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í þeim tilgangi að efla færni og þekkingu í þróunarríkjum. Skólarnir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skógrækt og landgræðsla Úsbekistan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
„Námið við Landgræðsluskólann reyndist mér afar gjöfult því það opnaði augu mín fyrir margvíslegum nýjum lausnum og aðferðum sem ég nýtti mér í doktorsnáminu,“ segir Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan, en sviðið hýsir meðal annars jarðvegsvísindi, landbúnaðartækni, áburðarfræði og ávaxtarækt. Hann segir í samtali við Heimsljós að sex mánaða nám hans í Landgræðsluskólanum hér á landi hafi opnað honum dyr að frekari þekkingaröflun sem nú nýtist nemendum og samstarfsfólki í háskólanum. Toshpulot Rajabov Toshpulot Rajabov var sérfræðingur í deild vistfræði og vatna við Samarkand ríkisháskólann, einni af samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Úsbekistan, þegar hann kom til náms við skólann, þá með meistaragráðu í plöntuvísindum. Þegar hann kom hingað til lands var hann byrjaður í doktorsnámi við Samarkand ríkisháskólanum. Hann ákvað að nota gögn úr doktorsnáminu í lokaverkefninu sem hann vann við Landgræðsluskólann, sem er hluti af náminu og unnið seinni hluta námstímabilsins, undir leiðsögn leiðbeinanda. Verkefnið hans við Landgræðsluskólann fjallaði um áhrif beitar á gróðurfar og hann notaði meðal annars fjarkönnunargögn við þá vinnu. „Þessi reynsla nýttist mér svo til að þróa doktorsnámið mitt inn á svið sem annars hefði ekki verið mögulegt. Við Landgræðsluskólann fékk ég einnig fleiri hugmyndir að verkefnum sem gætu hjálpað við að koma á sjálfbærari nýtingu beitilandanna heima í Úsbekistan,“ segir hann. Toshpulot sótti um styrki til að koma verkefnunum í framkvæmd og hlaut meðal annars styrk frá DAAD í Þýskalandi, námsstyrk frá Skógarstofnun Bandaríkjanna, og Fulbright rannsóknarstyrk. Eftir að hann lauk námi í Landgræðsluskólanum hafa honum verið falin ábyrgðamikil störf við Samarkand ríkisháskólann og núna er hann sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs háskólans. Með starfi sínu við háskólann er hann í stöðu til að efla fræðasvið um nýtingu náttúruauðlinda, mennta ungu kynslóðina og hvetja hana til dáða. Samarkand ríkisháskólinn í Úsbekistan fagnar 600 ára afmæli um þessar mundir og rekur upphaf sitt til Registan sem var bæði moska og skóli í miðborg Samarkand. Það er eitt af kennileitum borgarinnar og jafnframt á heimsminjaskrá UNESCO. Landgræðsluskóli GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu - er einn fjögurra skóla sem starfa hér á landi undir merkjum Mennta, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í þeim tilgangi að efla færni og þekkingu í þróunarríkjum. Skólarnir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skógrækt og landgræðsla Úsbekistan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent