Fresta atkvæðagreiðslu um lífskjarasamninginn til morguns Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 10:28 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43