Gullegg þjóðar? Sara Oskarsson skrifar 28. september 2020 13:01 Á nýafstaðnu Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem var haldið undir yfirskriftinni: „Nýsköpun er leiðin fram á við” flutti iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvatningarávarp. Í kynningu á dagskrá þingins segir: “..þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.” Í erindi sínu kom Þórdís Kolbrún inn á það að nýsköpun væri rauði þráðurinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Ýmsir fulltrúar nýsköpunar á Íslandi voru fengnir til að halda erindi á þessu annars ágæta þingi. Nýlega lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar myndi hækka tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Á umræddu iðnþingi brást ráðherra hins vegar við þessu ákalli með yfirlýsingu þess efnis að hún teldi ekki vera þörf á frekari endurgreiðslum til kvikmyndageirans vegna kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Rökin sem hún gaf fyrir því voru þau að þetta væri nú þegar rótgróinn atvinnuvegur. Hún sagði: „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.” Annað hvort skilur ráðherra ekki um hvað nýsköpun snýst eða ráðherra skilur ekki eðli kvikmyndaframleiðslu. Þar að auki virðist ráðherra annað hvort ekki hafa kynnt sér ofangreinda kynningu á dagskrá þingsins sem hún ávarpaði, nú eða það að hún er ósammála því sem þar kemur fram. Kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun. Yfirburðir greinarinnar í þeim efnum eru einstakir. Að afskrifa þessa áskorun kvikmyndaframleiðenda með þessum rökum ljóstrar upp um skort á næmni gagnvart augljósum og stórspennandi framtíðartækifærum fyrir þjóðina. Reyndir aðilar úr bransanum hérlendis hafa fullyrt að þessi hækkun á endurgreiðslum myndi flýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands. Það er hörð samkeppni í kvikmyndageiranum á alþjóðlegavettvangi og oft má litlu muna þegar að verkefni eru ‘nöppuð’ hvert þau fara. Fínt dæmi er Netflix myndin Eurovision sem nýverið hefur farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina (sem og tónlistin úr henni). Upphaflega stóð til að taka mestalla myndina upp á Íslandi en vegna veikingar krónunnar var ákveðið að taka flestar útisenurnar í Skotlandi. Hefði öll myndin verið tekin upp hér hefði það aukið framleiðsluupphæðina hérlendis um marga milljarða. Að kvikmyndaframleiðslu koma fjölmargir hópar og einstaklingar úr gríðarlega fjölbreyttum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að horfa á “kredit-listann” í lok bíómyndar til að sjá hversu ótalmargt fólk og fyrirtæki koma almennt að einni nítíumínútna bíómynd. Nú hefur ferðaþjónustan, sem var áður en COVID skall á stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar tekið gríðarþungu höggi. Þegar að um erlend verkefni er að ræða í kvikmyndaframleiðslu kemur hingað til lands fólk sem nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Iðnaðurinn hefur því alla burði til þess að leika stórt hlutverk í að styðja við ferðaþjónustuna og brúað bilið þar til greinin fær uppreist æru að ‘COVID loknu’. Önnur lönd hika ekki við að fara þessa leið. Fjölmörg störf myndu skapast auk þess sem að þetta væri öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. í kringum fjörutíu prósent ferðamanna segjast koma til Íslands vegna þess að þeir sáu landið í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og það er fyrirséð að aðsókn í óspilltu náttúru Íslands kemur til með að aukast á næstunni vegna loftslagbreytinga. Jöklar sem og hrein og tær náttúra eru eftirsóknarvert myndefni í því samhengi. Markviss uppbygging og langtímahugsun í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur margfalt skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, eins og þegar Ísland sigraði enska karlalandsliðið í fótbolta í Evrópukeppninni í árið 2016. Síðastliðinn janúar varð þjóðin aftur vitni að stórsigri Íslendings á erlendri grundu þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker. Við þurfum viðlíka langtímahugsun í samhengi við kvikmyndageirann eins og við höfum séð í fótboltaheiminum síðustu misseri. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi útflutningsgrein og hér væri hæglega hægt að byggja upp ennþá dýnamískri kvimyndaiðnað ef að höfð væri staðfesta í málaflokknum og ef raunverulegur áhugi og skilningur á möguleikum þessa iðnaðar væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. Það væri sárara en tárum taki að missa af þessu einstaka tækifæri sem núna gefst þegar að margt er að breytast á ógnarhraða á heimsvísu. Vegna sérstöðu Íslands er landið eitt af fáum þar sem hægt er að framleiða efni í núverandi árferði og það væri því óðs manns æði að stökkva ekki á tækifærið til að marka Ísland í alþjóðlegu samhengi sem framúrskarandi land nýsköpunar- kvikmyndaframleiðslu. Hækkun endurgreiðsla er næsta rökrétta skrefið í þeim efnum, og boltinn er hjá ráðherra. Vonandi skilar hann sér í mark. Höfundur er varaþingmaður Pírata og listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Nýsköpun Sara Oskarsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Á nýafstaðnu Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem var haldið undir yfirskriftinni: „Nýsköpun er leiðin fram á við” flutti iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvatningarávarp. Í kynningu á dagskrá þingins segir: “..þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.” Í erindi sínu kom Þórdís Kolbrún inn á það að nýsköpun væri rauði þráðurinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Ýmsir fulltrúar nýsköpunar á Íslandi voru fengnir til að halda erindi á þessu annars ágæta þingi. Nýlega lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar myndi hækka tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Á umræddu iðnþingi brást ráðherra hins vegar við þessu ákalli með yfirlýsingu þess efnis að hún teldi ekki vera þörf á frekari endurgreiðslum til kvikmyndageirans vegna kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Rökin sem hún gaf fyrir því voru þau að þetta væri nú þegar rótgróinn atvinnuvegur. Hún sagði: „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.” Annað hvort skilur ráðherra ekki um hvað nýsköpun snýst eða ráðherra skilur ekki eðli kvikmyndaframleiðslu. Þar að auki virðist ráðherra annað hvort ekki hafa kynnt sér ofangreinda kynningu á dagskrá þingsins sem hún ávarpaði, nú eða það að hún er ósammála því sem þar kemur fram. Kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun. Yfirburðir greinarinnar í þeim efnum eru einstakir. Að afskrifa þessa áskorun kvikmyndaframleiðenda með þessum rökum ljóstrar upp um skort á næmni gagnvart augljósum og stórspennandi framtíðartækifærum fyrir þjóðina. Reyndir aðilar úr bransanum hérlendis hafa fullyrt að þessi hækkun á endurgreiðslum myndi flýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands. Það er hörð samkeppni í kvikmyndageiranum á alþjóðlegavettvangi og oft má litlu muna þegar að verkefni eru ‘nöppuð’ hvert þau fara. Fínt dæmi er Netflix myndin Eurovision sem nýverið hefur farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina (sem og tónlistin úr henni). Upphaflega stóð til að taka mestalla myndina upp á Íslandi en vegna veikingar krónunnar var ákveðið að taka flestar útisenurnar í Skotlandi. Hefði öll myndin verið tekin upp hér hefði það aukið framleiðsluupphæðina hérlendis um marga milljarða. Að kvikmyndaframleiðslu koma fjölmargir hópar og einstaklingar úr gríðarlega fjölbreyttum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að horfa á “kredit-listann” í lok bíómyndar til að sjá hversu ótalmargt fólk og fyrirtæki koma almennt að einni nítíumínútna bíómynd. Nú hefur ferðaþjónustan, sem var áður en COVID skall á stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar tekið gríðarþungu höggi. Þegar að um erlend verkefni er að ræða í kvikmyndaframleiðslu kemur hingað til lands fólk sem nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Iðnaðurinn hefur því alla burði til þess að leika stórt hlutverk í að styðja við ferðaþjónustuna og brúað bilið þar til greinin fær uppreist æru að ‘COVID loknu’. Önnur lönd hika ekki við að fara þessa leið. Fjölmörg störf myndu skapast auk þess sem að þetta væri öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. í kringum fjörutíu prósent ferðamanna segjast koma til Íslands vegna þess að þeir sáu landið í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og það er fyrirséð að aðsókn í óspilltu náttúru Íslands kemur til með að aukast á næstunni vegna loftslagbreytinga. Jöklar sem og hrein og tær náttúra eru eftirsóknarvert myndefni í því samhengi. Markviss uppbygging og langtímahugsun í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur margfalt skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, eins og þegar Ísland sigraði enska karlalandsliðið í fótbolta í Evrópukeppninni í árið 2016. Síðastliðinn janúar varð þjóðin aftur vitni að stórsigri Íslendings á erlendri grundu þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker. Við þurfum viðlíka langtímahugsun í samhengi við kvikmyndageirann eins og við höfum séð í fótboltaheiminum síðustu misseri. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi útflutningsgrein og hér væri hæglega hægt að byggja upp ennþá dýnamískri kvimyndaiðnað ef að höfð væri staðfesta í málaflokknum og ef raunverulegur áhugi og skilningur á möguleikum þessa iðnaðar væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. Það væri sárara en tárum taki að missa af þessu einstaka tækifæri sem núna gefst þegar að margt er að breytast á ógnarhraða á heimsvísu. Vegna sérstöðu Íslands er landið eitt af fáum þar sem hægt er að framleiða efni í núverandi árferði og það væri því óðs manns æði að stökkva ekki á tækifærið til að marka Ísland í alþjóðlegu samhengi sem framúrskarandi land nýsköpunar- kvikmyndaframleiðslu. Hækkun endurgreiðsla er næsta rökrétta skrefið í þeim efnum, og boltinn er hjá ráðherra. Vonandi skilar hann sér í mark. Höfundur er varaþingmaður Pírata og listmálari.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun