Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill vegna COVID í Sýrlandi Heimsljós 28. september 2020 14:11 Ljósmynd frá Sýrlandi Barnaheill - Save the Children Utanríkisráðuneytið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa skrifað undir samning vegna mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Markmiðið er að veita fjármagni í viðbragðssjóð Save the Children International í Sýrlandi með áherslu á aðgerðir vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem miða að því að koma í veg fyrir og bregðast við afleiðingum og áhrifum sem faraldurinn hefur á börn og fjölskyldur þeirra. „Lögð er áhersla á fórnarlömb á vergangi innan Sýrlands, en flóttafólk er sérstaklega berskjaldað fyrir farsóttinni. Í Sýrlandi búa milljónir manna í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem hreint vatn og hreinlætisvörur eru ófullnægjandi og ekki hægt að virða kröfu um fjarlægðarmörk. Umfang, alvarleiki og þörfin fyrir aðstoð í landinu er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í rúm níu ár. Samkvæmt greiningu Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UNOCHA) þurfa 11,7 milljón manna í landinu á neyðaraðstoð að halda, þar af eru fimm milljónir í brýnni þörf. Alþjóðasamtök Save the Children hafa rúmlega 100 ára reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra sem búa við langvarandi neyð vegna stríðsátaka og annarra hörmunga, eins og að styðja uppbyggingastarf að stríði loknu. Samtökin starfa í 120 löndum og markmið þeirra er að breyta lífi barna í heiminum til batnaðar samkvæmt áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnheill – Save the Children á Íslandi hafa stutt við átökin Í Sýrlandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins undanfarin ár, með framlagi í viðbragðssjóð Sýrlands. Barnaheill hafa starfað í Miðausturlöndum í yfir 60 ár og frá árinu 2012 í Sýrlandi. Barnaheill fylgjast náið með starfinu í Sýrlandi með reglulegum fjarfundum við sérfræðinga á vettvangi en Barnaheill eru ein fárra samtaka sem geta unnið innan landamæra Sýrlands og vinna samtökin náið með samstarfsaðilum sínum í landinu. Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök. Auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Utanríkisráðuneytið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa skrifað undir samning vegna mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Markmiðið er að veita fjármagni í viðbragðssjóð Save the Children International í Sýrlandi með áherslu á aðgerðir vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem miða að því að koma í veg fyrir og bregðast við afleiðingum og áhrifum sem faraldurinn hefur á börn og fjölskyldur þeirra. „Lögð er áhersla á fórnarlömb á vergangi innan Sýrlands, en flóttafólk er sérstaklega berskjaldað fyrir farsóttinni. Í Sýrlandi búa milljónir manna í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem hreint vatn og hreinlætisvörur eru ófullnægjandi og ekki hægt að virða kröfu um fjarlægðarmörk. Umfang, alvarleiki og þörfin fyrir aðstoð í landinu er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í rúm níu ár. Samkvæmt greiningu Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UNOCHA) þurfa 11,7 milljón manna í landinu á neyðaraðstoð að halda, þar af eru fimm milljónir í brýnni þörf. Alþjóðasamtök Save the Children hafa rúmlega 100 ára reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra sem búa við langvarandi neyð vegna stríðsátaka og annarra hörmunga, eins og að styðja uppbyggingastarf að stríði loknu. Samtökin starfa í 120 löndum og markmið þeirra er að breyta lífi barna í heiminum til batnaðar samkvæmt áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnheill – Save the Children á Íslandi hafa stutt við átökin Í Sýrlandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins undanfarin ár, með framlagi í viðbragðssjóð Sýrlands. Barnaheill hafa starfað í Miðausturlöndum í yfir 60 ár og frá árinu 2012 í Sýrlandi. Barnaheill fylgjast náið með starfinu í Sýrlandi með reglulegum fjarfundum við sérfræðinga á vettvangi en Barnaheill eru ein fárra samtaka sem geta unnið innan landamæra Sýrlands og vinna samtökin náið með samstarfsaðilum sínum í landinu. Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök. Auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent