Innlent

Íbúi í Vestmannaeyjum smitaður og níu í sóttkví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/vilhelm

Íbúi í Vestmannaeyjum hefur greinst með kórónuveiruna og er nú í einangrun. Níu eru í sóttkví í Eyjum vegna smitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í Vestmannaeyjum.

Aðgerðastjórn ítrekar í tilkynningu að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja smitrakningarapp almannavarna.

Þeir sem eru með flensueinkenni skuli halda sig heima og hafa samband við heilsugæsluna til að fá leiðbeiningar um sýnatöku.

Nokkrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu smituðust af veirunni eftir að hafa verið í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina í síðasta mánuði. Í kjölfarið þurftu tugir Eyjamanna að fara í sóttkví og einhverjir sýktust af veirunni.

Þá var gripið til sérstaklega harðra aðgerða í Eyjum í fyrstu bylgju faraldursins í vor þegar fjölmenn hópsýking kom upp í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×