Ókeypis í strætó í hundrað ár Baldur Borgþórsson skrifar 29. september 2020 12:01 Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar