Sigraðist á krabbameini og þremur krossbandaslitum: „Alltaf ofboðslega gaman að koma til baka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 16:55 Mist Edvardsdóttir hefur sigrast á miklu mótlæti. vísir/einar árnason Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Enski boltinn Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Fótbolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Handbolti Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist
Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Enski boltinn Sló met Rashford og varð sá yngsti Fótbolti „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Fótbolti Skoraði í fyrsta landsleiknum Fótbolti Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Handbolti Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28