„Fjármunir bara farnir úr landi: Búið og bless!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. september 2020 12:04 Þóranna K. Jónsdóttir. Vísir/Birgir Ísleifur „Ef við kaupum hlutina beint erlendis frá, án nokkurrar aðkomu íslenskra fyrirtækja, þá eru þeir fjármunir bara farnir úr landi: Búið og bless!“ segir Þóranna K. Jónsdóttir markaðsstjóri SVÞ um átakið Íslenskt – láttu það ganga sem hófst 9. september sl. Að átakinu standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auk helstu hagsmunasamtaka atvinnulífsins. „Við viljum minna fólk á að það skiptir máli fyrir okkur öll hvert viðskiptin okkar fara. Við viljum að fólk staldri við næst þegar það fer á netið og ætlar að versla eitthvað frá erlendum vefverslunarrisa sem það getur hæglega fengið hér heima,“ segir Þóranna og bætir við: „Að versla við vefverslunarrisann skapar tekjur og störf annars staðar í heiminum en skilar sér ekkert til baka í íslenskt hagkerfi, en ef þú verslar það hér heima skapar það tekjur og störf hér heima, og þær tekjur og störf skapa enn meiri tekjur og störf og þannig koll af kolli.“ Tilefni umfjöllunar Atvinnulífsins á Vísi í dag og á morgun er átakið Íslenskt – láttu það ganga. Í þessari annarri grein af þremur er farið ofan í saumana á átakinu sjálfu, sem sumir telja vera fyrir íslenska framleiðslu en aðrir líta á sem átak fyrir íslenska verslun. Hagkerfið þrífst ekki eingöngu á innlendri framleiðslu Þóranna segir átakið í raun snúast um að halda fjármagninu innan íslensks hagkerfis þannig að það skapi störf og verðmæti hér innanlands. En hvort er þetta átak fyrir verslunina eða íslenska framleiðslu? „Átakið er fyrir öll innlend viðskipti. Auðvitað er frábært að versla íslenskar vörur enda held ég að við séum flest sammála um að þær standast algjörlega samanburð að öllu leyti. Nútímahagkerfi þrífst ekki eingöngu á innlendri framleiðslu og fyrirtæki sem flytja inn vörur og þjónustu erlendis frá skapa einnig gríðarlega mikil verðmæti hérlendis með fjölmörgu móti. Fyrirtæki sem selja innfluttar vörur skapa störf og í mörgum tilfellum hefðum við ekki innlenda framleiðslu án innfluttra vara,“ segir Þóranna. Þóranna bendir á hvernig allt haldist þetta í hendur við innlenda framleiðslu. Bændur nýti til dæmis traktora við heyskap sem eru innfluttir. Með innlendum millilið skapi þeir störf hér heima við sölu og þjónustu. Síðan standa þeir sjálfir að verðmætasköpun með innlendri framleiðslu. Sem aftur endar síðan í verslunum og svo koll af kolli. Verðmiðar á erlendum vefsíðum geta blekkt Því segir Þóranna aðalmálið snúast um að verslað sé á Íslandi en ekki beint erlendis frá. „Þá situr ekkert eftir innanlands og verðmæti, störf og skatttekjur tapast. En ef við kaupum hlutina hins vegar innanlands er það önnur saga þó að um erlenda vöru eða þjónustu sé að ræða,“ segir Þóranna og bætir við : „Því að þegar ég fer t.d. út í búð og kaupi mér grjón sem ræktuð eru í Asíu, pakkað í Danmörku og seld af dönskum aðilum til Íslands, þá má ekki gleymast að það skapast tekjur hér innanlands hjá heildsölunni sem flytur grjónin inn og selur til matvöruverslunarinnar, og hjá matvöruversluninni sem selur mér,“ segir Þóranna. Að hennar sögn er átakið þó að fullu í samræmi við fyrra átak Samtaka iðnaðarins, Íslenskt - gjörið svo vel, fyrir íslenskar vörur, þó að skírskotun Láttu það ganga sé munvíðari. Þóranna segir að kostnaðinn við að kaupa erlendar vörur af innlendum aðilum oft ekki meiri en að kaupa beint erlendis frá, svona þegar allt er meðtalið. ,,Það getur verið blekkjandi að horfa á verðmiðann á erlendum vefsíðum og svo verðmiðann úti í búð hér heima. Það er svo margt sem á eftir að bætast við pöntunina erlendis frá. Að ekki sé minnst á hversu miklu umhverfisvænna það er að flytja inn vörur á stórum skala heldur en að hvert og eitt okkar sé að flytja inn staka böggla,“ segir Þóranna. Í ljósi sóttvarna og útbreiðslu kórónufaraldurs má velta því fyrir sér hvort neytendur séu ekki að versla á Íslandi hvort sem er. Þarf eitthvað átak? Sumir hafa skilið átakið sem svo að við séum að hvetja til neysluhyggju, að fólk eigi bara að eyða og eyða, sama hvað. Það er alls ekki málið. Málið er að það skiptir máli í stóru myndinni hvar við eyðum peningunum okkar. Ef við verslum beint erlendis frá fara verðmætin úr landi. Ef viðskiptin haldast innanlands, þá er það gott fyrir okkur öll“ segir Þóranna. Auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru það Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka og Bændasamtök Íslands sem standa að átakinu. Verslun Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ef við kaupum hlutina beint erlendis frá, án nokkurrar aðkomu íslenskra fyrirtækja, þá eru þeir fjármunir bara farnir úr landi: Búið og bless!“ segir Þóranna K. Jónsdóttir markaðsstjóri SVÞ um átakið Íslenskt – láttu það ganga sem hófst 9. september sl. Að átakinu standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auk helstu hagsmunasamtaka atvinnulífsins. „Við viljum minna fólk á að það skiptir máli fyrir okkur öll hvert viðskiptin okkar fara. Við viljum að fólk staldri við næst þegar það fer á netið og ætlar að versla eitthvað frá erlendum vefverslunarrisa sem það getur hæglega fengið hér heima,“ segir Þóranna og bætir við: „Að versla við vefverslunarrisann skapar tekjur og störf annars staðar í heiminum en skilar sér ekkert til baka í íslenskt hagkerfi, en ef þú verslar það hér heima skapar það tekjur og störf hér heima, og þær tekjur og störf skapa enn meiri tekjur og störf og þannig koll af kolli.“ Tilefni umfjöllunar Atvinnulífsins á Vísi í dag og á morgun er átakið Íslenskt – láttu það ganga. Í þessari annarri grein af þremur er farið ofan í saumana á átakinu sjálfu, sem sumir telja vera fyrir íslenska framleiðslu en aðrir líta á sem átak fyrir íslenska verslun. Hagkerfið þrífst ekki eingöngu á innlendri framleiðslu Þóranna segir átakið í raun snúast um að halda fjármagninu innan íslensks hagkerfis þannig að það skapi störf og verðmæti hér innanlands. En hvort er þetta átak fyrir verslunina eða íslenska framleiðslu? „Átakið er fyrir öll innlend viðskipti. Auðvitað er frábært að versla íslenskar vörur enda held ég að við séum flest sammála um að þær standast algjörlega samanburð að öllu leyti. Nútímahagkerfi þrífst ekki eingöngu á innlendri framleiðslu og fyrirtæki sem flytja inn vörur og þjónustu erlendis frá skapa einnig gríðarlega mikil verðmæti hérlendis með fjölmörgu móti. Fyrirtæki sem selja innfluttar vörur skapa störf og í mörgum tilfellum hefðum við ekki innlenda framleiðslu án innfluttra vara,“ segir Þóranna. Þóranna bendir á hvernig allt haldist þetta í hendur við innlenda framleiðslu. Bændur nýti til dæmis traktora við heyskap sem eru innfluttir. Með innlendum millilið skapi þeir störf hér heima við sölu og þjónustu. Síðan standa þeir sjálfir að verðmætasköpun með innlendri framleiðslu. Sem aftur endar síðan í verslunum og svo koll af kolli. Verðmiðar á erlendum vefsíðum geta blekkt Því segir Þóranna aðalmálið snúast um að verslað sé á Íslandi en ekki beint erlendis frá. „Þá situr ekkert eftir innanlands og verðmæti, störf og skatttekjur tapast. En ef við kaupum hlutina hins vegar innanlands er það önnur saga þó að um erlenda vöru eða þjónustu sé að ræða,“ segir Þóranna og bætir við : „Því að þegar ég fer t.d. út í búð og kaupi mér grjón sem ræktuð eru í Asíu, pakkað í Danmörku og seld af dönskum aðilum til Íslands, þá má ekki gleymast að það skapast tekjur hér innanlands hjá heildsölunni sem flytur grjónin inn og selur til matvöruverslunarinnar, og hjá matvöruversluninni sem selur mér,“ segir Þóranna. Að hennar sögn er átakið þó að fullu í samræmi við fyrra átak Samtaka iðnaðarins, Íslenskt - gjörið svo vel, fyrir íslenskar vörur, þó að skírskotun Láttu það ganga sé munvíðari. Þóranna segir að kostnaðinn við að kaupa erlendar vörur af innlendum aðilum oft ekki meiri en að kaupa beint erlendis frá, svona þegar allt er meðtalið. ,,Það getur verið blekkjandi að horfa á verðmiðann á erlendum vefsíðum og svo verðmiðann úti í búð hér heima. Það er svo margt sem á eftir að bætast við pöntunina erlendis frá. Að ekki sé minnst á hversu miklu umhverfisvænna það er að flytja inn vörur á stórum skala heldur en að hvert og eitt okkar sé að flytja inn staka böggla,“ segir Þóranna. Í ljósi sóttvarna og útbreiðslu kórónufaraldurs má velta því fyrir sér hvort neytendur séu ekki að versla á Íslandi hvort sem er. Þarf eitthvað átak? Sumir hafa skilið átakið sem svo að við séum að hvetja til neysluhyggju, að fólk eigi bara að eyða og eyða, sama hvað. Það er alls ekki málið. Málið er að það skiptir máli í stóru myndinni hvar við eyðum peningunum okkar. Ef við verslum beint erlendis frá fara verðmætin úr landi. Ef viðskiptin haldast innanlands, þá er það gott fyrir okkur öll“ segir Þóranna. Auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru það Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka og Bændasamtök Íslands sem standa að átakinu.
Verslun Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Samstarf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira