Mercedes-AMG barnakerrur og vagnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2020 07:00 Gjarðirnar á kerrunni passa við felgurnar á bílnum. Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum. Hægt er að fá settið í rauðu. AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga. Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti. Vagninn er með sportrönd. Skiptitaskan tæki sig vel út á rölti við sjávarsíðuna. Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað. Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent
Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum. Hægt er að fá settið í rauðu. AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga. Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti. Vagninn er með sportrönd. Skiptitaskan tæki sig vel út á rölti við sjávarsíðuna. Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað. Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent