„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 09:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór ítrekað með ósannindi í kappræðunum í gær. AP/Morry Gash Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði ítrekað ósatt og fór ítrekað með rangt mál í fyrstu kappræðum forsetakosninga Bandaríkjanna. Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. Margar af lygum forsetans voru einnig ekki nýjar af nálinni og hefur hann ítrekað haldið mörgum þeirra fram. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, fór einnig með rangt mál en ekki í sambæranlegu magni og umfangi. Sjá einnig: Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Daniel Dale, fréttamaður CNN, hefur fylgst með orðum Trump frá því hann lýsti yfir framboði sínu og kannað hvað er satt og hvað ekki. Hann lýsti Trump í nótt sem „raðlygara“ og sagði kappræðurnar ekki hafa breytt því. Biden hefði að mestu verið sannsögull, þó hann hafi nokkrum sinnum farið með rangt mál, en Trump hafi sent frá sér „snjóflóð“ lyga. CNN's @ddale8 says his biggest takeaway from the debate is "this president is a serial liar who keeps serially lying": "Trump is an unprecedented liar in the Oval Office" https://t.co/ZCKOFCvHyZ pic.twitter.com/GluPaxWbP7— CNN Politics (@CNNPolitics) September 30, 2020 Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu ósannindi kappræðanna, sem miðlar vestanhafs hafa tekið saman. Gerði Biden upp afstöðu Trump staðhæfði að ef Biden hefði verið forseti hefðu allavega tvær milljónir Bandaríkjamanna dáið vegna Covid-19. Hann hélt því fram að Biden hefði ekki viljað að Trump „bannaði Kína,“ eins og hann orðaði það, og að Biden hefði viljað halda landamærum Bandaríkjanna galopnum. Rúmlega 200 þúsund manns hafa dáið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum og tæplega 7,2 milljónir hafa smitast, svo vitað sé. Þessar tölur eru hvergi hærri í heiminum. AP fréttaveitan segir staðhæfingu Trump um meint viðbrögð Biden vera bæði djarfa og ranga. Í fyrsta lagi hafi Trump ekki „bannað Kína“ eða ferðalög þaðan. Hann takmarkaði ferðalög frá Kína og tóku þær takmarkanir giildi þann 2. febrúar. Þrátt fyrir það ferðuðust þúsundir frá Kína til Bandaríkjanna og þar á meðal rúmlega 27 þúsund Bandaríkjamenn, sem flugu frá Kína til Bandaríkjanna í febrúar. Í öðru lagi, þá hafi Biden ekki verið mótfallinn aðgerðum Trump. Þó hann hafi verið lengi að taka sér stöðu, var hann hlynntur þeim aðgerðum. Sagði ósatt um bóluefni Trump staðhæfði einnig að bóluefni gegn Covid-19 yrði aðgengilegt innan nokkurra vikna. Helstu sóttvarnasérfræðingar Bandaríkjanna, þar á meðal meðlimir ríkisstjórn Trump, hafa sagt að svo sé ekki. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði nýverið að bóluefni gæti verið klárt í næsta mánuði. Það yrði þó í besta falli aðgengilegt heilbrigðisstarfsfólki og öðrum framlínustéttum. Almenningur fengi ekki bóluefni fyrr en næsta sumar eða haust. Samkvæmt Politico standa yfir tilraunir sem gætu leitt til þess að heimild fengist til neyðarnotkunar bóluefna. Ekki er þó búist við niðurstöðum úr þeim tilraunum fyrr en í lok október í fyrsta lagi. Moncef Slaoui, sem stýrir viðleitni ríkisstjórnar Trump við flýta þróun bóluefnis, segir að mjög ólíklegt sé að neyðarheimild verði veitt fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Laug um að fógeti hefði lýst yfir stuðningi við sig Trump hélt því einnig fram að hann hefði sent alríkislögreglumenn til að kveða niður mótmæli í Portland og að fógeti Portland hefði lýst yfir stuðningi við sig. Hann hefði gert það í gær. Fógeti Multnomahsýslu, sem Portland er í, tísti í nótt og sagðist ekki hafa lýst yfir stuðningi við Trump. Hann sagði að það myndi hann aldrei gera. Fógetinn sagði einnig að Trump hefði gert starf sitt mun erfiðara. Donald Trump has made my job a hell of a lot harder since he started talking about Portland, but I never thought he'd try to turn my wife against me! #PortlandSheriff #Debates2020 #DebateNight— Mike Reese (@SheriffReese) September 30, 2020 Hélt áfram að segja ósatt um kosningarnar Forsetinn fór einnig með fjölmörg ósannindi varðandi kosningarnar sem fara fram í nóvember. Beindi hann ummælum sínum sérstaklega að póstatkvæðum, eins og hann hefur ítrekað gert. Hann staðhæfði margsinnis að verið væri að svindla á honum með kerfisbundnum hætti og það væri gert með póstatkvæðum. Hann sagði meðal annars að póstburðarmenn væru að selja kjörseðla. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Dæmi eru um að mistök hafi verið gerð og sömuleiðis um einstök svik. Þó eru ekki dæmi um kerfisbundið svindl og sérfræðingar segja verulega ólíklegt að slíkt sé hægt. Markmið Trump-liða er að draga fyrirfram úr trúverðugleika kosninganna svo hann geti dregið þær í efa, skyldi hann tapa. Trump beindi máli sínu einnig að því að stuðningsmönnum Trump í Philadeilphia hafi verið vísað frá kjörstöðum í gær. Þar var um að ræða hóp aðila sem ætla að fylgjast með því að framkvæmd kosninganna fari vel fram og að ekki verði svindlað á forsetanum. Hann hafði tíst um málið fyrr í gær og Trump-liðar kvörtuðu hátt yfir málinu á samfélagsmiðlum. Sannleikurinn er sá að fólki sem styður Trump var vísað frá kjörstöðum í Philadelphia vegna þess að eftirlitsaðilar mega einungis fylgjast með framkvæmd kosninganna á kjördag, samkvæmt reglum ríkisins, og þá skiptir ekki máli hvorum flokknum þeir tilheyra. Kjörstaðir eru ekki opnir kjósendum ennþá. Þar að auki séu yfirvöld í ríkinu ekki búin að skipa eftirlitsmenn flokkanna. Yfirferð blaðamanna Washington Post yfir ummæli Trump um póstatkvæði. Ekki sá fyrsti til að fækka störfum Biden staðhæfði í nótt að Trump yrði fyrsti forseti Bandaríkjanna til að tapa störfum í Bandaríkjunum. Það er að segja, að störfum fækkaði í forsetatíð hans. Hið rétta er að það gerðist í forsetatíð Herbert Hoover. Hann tapaði endurkjöri árið 1932 og þá hafði störfum fækkað verulega í Bandaríkjunum vegna gífurlegrar efnahagskreppu. Opinber gögn ná þó ekki svo langt aftur. Þau ná aftur til 1939 og síðan þá hefur enginn forseti Bandaríkjanna fækkað störfum í forsetatíð sinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tapi Trump kosningunum er þó útlit fyrir að hann yrði sá fyrsti. Ekki samstaða Donald Trump lýsti því yfir í kappræðunum í gær að áður en heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar skall á Bandaríkjunum hafi allt leikið í lyndi í Bandaríkjunum. Samstaða þjóðarinnar hafi verið mikil og „allt hafi verið gott“. Hann hefur áður varpað fram sambærilegum ummælum en hann hefur ekki rétt fyrir sér. Deilur í Bandaríkjunum voru miklar og þá sérstaklega í Washington DC, þar sem forsetinn var ákærður af þinginu fyrir embættisbrot í tengslum við Úkraínumálið svokallaða, þar sem hann reyndi að kúga forseta Úkraínu til að útvega sér upplýsingar sem kæmu niður á Biden. Hér að neðan má sjá samantektir og yfirferðir frá LA Times og NBC News. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði ítrekað ósatt og fór ítrekað með rangt mál í fyrstu kappræðum forsetakosninga Bandaríkjanna. Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. Margar af lygum forsetans voru einnig ekki nýjar af nálinni og hefur hann ítrekað haldið mörgum þeirra fram. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, fór einnig með rangt mál en ekki í sambæranlegu magni og umfangi. Sjá einnig: Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Daniel Dale, fréttamaður CNN, hefur fylgst með orðum Trump frá því hann lýsti yfir framboði sínu og kannað hvað er satt og hvað ekki. Hann lýsti Trump í nótt sem „raðlygara“ og sagði kappræðurnar ekki hafa breytt því. Biden hefði að mestu verið sannsögull, þó hann hafi nokkrum sinnum farið með rangt mál, en Trump hafi sent frá sér „snjóflóð“ lyga. CNN's @ddale8 says his biggest takeaway from the debate is "this president is a serial liar who keeps serially lying": "Trump is an unprecedented liar in the Oval Office" https://t.co/ZCKOFCvHyZ pic.twitter.com/GluPaxWbP7— CNN Politics (@CNNPolitics) September 30, 2020 Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu ósannindi kappræðanna, sem miðlar vestanhafs hafa tekið saman. Gerði Biden upp afstöðu Trump staðhæfði að ef Biden hefði verið forseti hefðu allavega tvær milljónir Bandaríkjamanna dáið vegna Covid-19. Hann hélt því fram að Biden hefði ekki viljað að Trump „bannaði Kína,“ eins og hann orðaði það, og að Biden hefði viljað halda landamærum Bandaríkjanna galopnum. Rúmlega 200 þúsund manns hafa dáið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum og tæplega 7,2 milljónir hafa smitast, svo vitað sé. Þessar tölur eru hvergi hærri í heiminum. AP fréttaveitan segir staðhæfingu Trump um meint viðbrögð Biden vera bæði djarfa og ranga. Í fyrsta lagi hafi Trump ekki „bannað Kína“ eða ferðalög þaðan. Hann takmarkaði ferðalög frá Kína og tóku þær takmarkanir giildi þann 2. febrúar. Þrátt fyrir það ferðuðust þúsundir frá Kína til Bandaríkjanna og þar á meðal rúmlega 27 þúsund Bandaríkjamenn, sem flugu frá Kína til Bandaríkjanna í febrúar. Í öðru lagi, þá hafi Biden ekki verið mótfallinn aðgerðum Trump. Þó hann hafi verið lengi að taka sér stöðu, var hann hlynntur þeim aðgerðum. Sagði ósatt um bóluefni Trump staðhæfði einnig að bóluefni gegn Covid-19 yrði aðgengilegt innan nokkurra vikna. Helstu sóttvarnasérfræðingar Bandaríkjanna, þar á meðal meðlimir ríkisstjórn Trump, hafa sagt að svo sé ekki. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði nýverið að bóluefni gæti verið klárt í næsta mánuði. Það yrði þó í besta falli aðgengilegt heilbrigðisstarfsfólki og öðrum framlínustéttum. Almenningur fengi ekki bóluefni fyrr en næsta sumar eða haust. Samkvæmt Politico standa yfir tilraunir sem gætu leitt til þess að heimild fengist til neyðarnotkunar bóluefna. Ekki er þó búist við niðurstöðum úr þeim tilraunum fyrr en í lok október í fyrsta lagi. Moncef Slaoui, sem stýrir viðleitni ríkisstjórnar Trump við flýta þróun bóluefnis, segir að mjög ólíklegt sé að neyðarheimild verði veitt fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Laug um að fógeti hefði lýst yfir stuðningi við sig Trump hélt því einnig fram að hann hefði sent alríkislögreglumenn til að kveða niður mótmæli í Portland og að fógeti Portland hefði lýst yfir stuðningi við sig. Hann hefði gert það í gær. Fógeti Multnomahsýslu, sem Portland er í, tísti í nótt og sagðist ekki hafa lýst yfir stuðningi við Trump. Hann sagði að það myndi hann aldrei gera. Fógetinn sagði einnig að Trump hefði gert starf sitt mun erfiðara. Donald Trump has made my job a hell of a lot harder since he started talking about Portland, but I never thought he'd try to turn my wife against me! #PortlandSheriff #Debates2020 #DebateNight— Mike Reese (@SheriffReese) September 30, 2020 Hélt áfram að segja ósatt um kosningarnar Forsetinn fór einnig með fjölmörg ósannindi varðandi kosningarnar sem fara fram í nóvember. Beindi hann ummælum sínum sérstaklega að póstatkvæðum, eins og hann hefur ítrekað gert. Hann staðhæfði margsinnis að verið væri að svindla á honum með kerfisbundnum hætti og það væri gert með póstatkvæðum. Hann sagði meðal annars að póstburðarmenn væru að selja kjörseðla. Hann gerði það sama fyrir kosningarnar 2016 og í rauninni síðan þá. Hann hefur einnig ítrekað haldið því fram á undanförnum árum að svindlað hafi verið á honum 2016. Hann hefði í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans sem fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en hann. Forsetinn og bandamenn hans hafa aldrei getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum. Trump sjálfur hefur notað póstatkvæði til að taka þátt í kosningum í Flórída, þar sem hann er skráður til heimilis. Dæmi eru um að mistök hafi verið gerð og sömuleiðis um einstök svik. Þó eru ekki dæmi um kerfisbundið svindl og sérfræðingar segja verulega ólíklegt að slíkt sé hægt. Markmið Trump-liða er að draga fyrirfram úr trúverðugleika kosninganna svo hann geti dregið þær í efa, skyldi hann tapa. Trump beindi máli sínu einnig að því að stuðningsmönnum Trump í Philadeilphia hafi verið vísað frá kjörstöðum í gær. Þar var um að ræða hóp aðila sem ætla að fylgjast með því að framkvæmd kosninganna fari vel fram og að ekki verði svindlað á forsetanum. Hann hafði tíst um málið fyrr í gær og Trump-liðar kvörtuðu hátt yfir málinu á samfélagsmiðlum. Sannleikurinn er sá að fólki sem styður Trump var vísað frá kjörstöðum í Philadelphia vegna þess að eftirlitsaðilar mega einungis fylgjast með framkvæmd kosninganna á kjördag, samkvæmt reglum ríkisins, og þá skiptir ekki máli hvorum flokknum þeir tilheyra. Kjörstaðir eru ekki opnir kjósendum ennþá. Þar að auki séu yfirvöld í ríkinu ekki búin að skipa eftirlitsmenn flokkanna. Yfirferð blaðamanna Washington Post yfir ummæli Trump um póstatkvæði. Ekki sá fyrsti til að fækka störfum Biden staðhæfði í nótt að Trump yrði fyrsti forseti Bandaríkjanna til að tapa störfum í Bandaríkjunum. Það er að segja, að störfum fækkaði í forsetatíð hans. Hið rétta er að það gerðist í forsetatíð Herbert Hoover. Hann tapaði endurkjöri árið 1932 og þá hafði störfum fækkað verulega í Bandaríkjunum vegna gífurlegrar efnahagskreppu. Opinber gögn ná þó ekki svo langt aftur. Þau ná aftur til 1939 og síðan þá hefur enginn forseti Bandaríkjanna fækkað störfum í forsetatíð sinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tapi Trump kosningunum er þó útlit fyrir að hann yrði sá fyrsti. Ekki samstaða Donald Trump lýsti því yfir í kappræðunum í gær að áður en heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar skall á Bandaríkjunum hafi allt leikið í lyndi í Bandaríkjunum. Samstaða þjóðarinnar hafi verið mikil og „allt hafi verið gott“. Hann hefur áður varpað fram sambærilegum ummælum en hann hefur ekki rétt fyrir sér. Deilur í Bandaríkjunum voru miklar og þá sérstaklega í Washington DC, þar sem forsetinn var ákærður af þinginu fyrir embættisbrot í tengslum við Úkraínumálið svokallaða, þar sem hann reyndi að kúga forseta Úkraínu til að útvega sér upplýsingar sem kæmu niður á Biden. Hér að neðan má sjá samantektir og yfirferðir frá LA Times og NBC News.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57