Skoðun

Af hverju er Covid svona merkilegt?

Bjarni Jónsson skrifar

Nú hafa um 1 milljón dáið úr Covid það sem af er ári. Fjölmiðlar hafa nánast allt þetta ár varið um helmingi tíma síns í að fjalla um þennan sjúkdóm og afleiðingar hans. Fólk er lamað af hræðslu og lætur yfir sig ganga að vera lokað inni á heimilum sínum vikum saman, svipt persónu- ferða- og atvinnufrelsi. Efnahagur landa og heimila hrynur, fyrirtæki fara í þrot, atvinnuleysi og fátækt stóreykst. Viðbrögð yfirvalda við Covid veldur djúpri kreppu og meiri hörmungum en sjúkdómurinn sjálfur.

Fjöldi greindra með Covid hefur aukist með auknum skimunum, en dauðsföll eru svo fá í Evrópu að í venjulegu ári hefði enginn tekið eftir þeim. Til dæmis eru skráð dauðsföll á dag á Spáni í seinni bylgjunni aðeins um 5-10% af því sem þau voru í fyrri bylgjunni, jafnvel þó seinni bylgjan sé meira en tvöfalt stærri í smitum talið.

Auðvitað er alltaf sorglegt þegar fólk deyr, og sorglegast er að vita af börnum deyja. Við, góða fólkið, megum þó ekki missa sjónar af heildarmyndinni.

Covid trompar alla aðra sjúkdóma og orsakir dauðsfalla í heiminum, samkvæmt fjölmiðlum. Um 1 milljón hafa dáið úr Covid, nær eingöngu háaldrað fólk. Það hafa t.d. 8 sinnum fleiri dáið úr hungri það sem af er ári, mest börn. Nær jafn mörg ung börn hafa dáið af niðurgangspestum vegna mengaðs drykkjarvatns og úr Covid. Fleiri hafa dáið úr Aids það sem af er ári. Það hafa 4 sinnum fleiri dáið af völdum reykinga en Covid og álíka margir dáið í umferðaslysum og Malariu.

Það sem af er 2020 hafa 44 milljónir manna dáið í heiminum, hér eru nokkrar ástæður: (worldometers.info)

Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×