Lífið

Austurstrætinu lokað fyrir tökur á Leynilöggunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn Blöndal, Björn Hlynur, Egill Einarsson og Steinunn fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt fjölmörgum öðrum þekktum Íslendingum. 
Auðunn Blöndal, Björn Hlynur, Egill Einarsson og Steinunn fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt fjölmörgum öðrum þekktum Íslendingum. 

Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan.

Nú níu árum síðar eru tökur á kvikmyndinni í fullri lengd hafnar. Vefsíðan Kvikmyndir.is greindi fyrst frá.

Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni en samkvæmt heimildum Vísis mun Steinunn fara með hlutverk lögreglustjóra og Björn Hlynur verður vondi kallinn.

Hannes Þór Halldórsson mun leikstýra kvikmyndinni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út.

Þessi mynd náðist frá tökum kvikmyndarinnar á Laugardalsvelli þegar Ísland og Svíþjóð kepptu landsleik í knattspyrnu kvenna á dögunum. Þarna má sjá Steinunni Ólínu leikkonu og Hannes Þór Halldórsson leikstjóra. vísir/vilhelm

Auðunn Blöndal mun fara með hlutverk lögreglumanns sem hefur nóg að gera að leysa glæpamál í höfuðborginni. Aftur á móti heldur karakterinn kynhneigð sinni leyndri. Í kvikmyndinni mun hann Bússi, leikinn af Auðunni, rannsaka undarlegt bankarán.

Steinunn Ólína tekur sig vel út sem lögreglustjóri.Vísir/vilhelm

Í gær fóru fram heljarinnar tökur við Landsbankann við Austurstræti og var þá götunni lokað. Þar mátti sjá Auðunn Blöndal og Steinunni Ólínu og nokkra sérsveitamenn í tökunum.

Samkvæmt heimildum Vísis er stefnt að því að frumsýna kvikmyndina á næsta ári.

Hér að neðan má sjá stikluna gömlu sem kvikmyndin er byggð á.

Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn birti á Instagram-síðu sinni fyrir stuttu frá tökunum í Austurstrætinu

View this post on Instagram

It's on! Kv. Bússi #Leynilöggan

A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.