Hvíti bíllinn Frú Ragnheiður Marín Þórsdóttir skrifar 1. október 2020 08:30 Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Félagasamtök Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Klukkan er 18:00 og þriggja manna hópur sjálfboðaliða safnast saman á lítilli skrifstofu við Efstaleiti 9. Fjórði sjálfboðboðaliðinn er á bakvakt tilbúinn til að aðstoða vaktina ef þörf er á. Hópurinn sem mættur er til starfa er hluti af 100 manna vettvangshóp sem ferðast um á Sprinter-bifreið, með aðgengilega heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettasta hópinn í okkar samfélagi; heimilislausa og fólk sem notar vímuefni í æð. Sjálfboðaliðar verkefnisins sinna starfi sínu sex daga vikunnar, allan ársins hring. Þá skiptir ekki máli hvort veðrið sé slæmt eða hvort flestir séu að halda jólin hátíðleg. Farið skal af stað því stað því þörfin fyrir þjónustuna er mikil. Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður þjónustar í dag yfir 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Keyrt er um öll hverfi borgarinnar og sveitafélögin þar í kring, Seltjarnarnes, Garðabæ, Kópavog, Hafnafjörð sem og Mosfellsbæ. Á öllum þessum stöðum eru einstaklingar sem þurfa aðstoð frá Frú Ragnheiði. Hópurinn sem notar vímuefni í æð er mjög fjölbreyttur og hefur aðsetur víða. Með færanlegri heilbrigðisþjónustu sem starfrækt er í bílnum getum við þjónustað breiðan, en jaðarsettan hóp. Bíllinn sem nýttur er í verkefnið er undirstaða þess og án hans gætum við ekki haldið úti þessu mikilvæga starfi. Auk þess að vera faratæki sem flytur starfsemina milli hverfa og þar sem hennar er þörf hverju sinni, veitir bifreiðin athvarf fyrir þá skjólstæðinga sem nýta þjónustuna. Bíllinn er sérútbúinn með þeim hætti að þar inni er hægt að setjast niður, skipta um umbúðir á sárum, hlúa að minniháttar áverkum, veita sálrænan stuðning og skaðaminnkandi samtal í skjóli nafnleyndar. Á síðustu árum hefur bíllinn verið keyrður 380.000 km og nú er svo komið að hann er farinn að bila töluvert, og þrátt fyrir þá miklu alúð sem sjálfboðaliðahópurinn sýnir honum er þörf á að skipta honum út fyrir nýjan. Í dag hrindum við af stað söfnun fyrir nýjum bíl fyrir Frú Ragnheiði. Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Höfundur er forstöðumaður Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar