Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2020 16:46 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Fram kom í Viðskiptablaðinu á dögunum að laun forstjóra Isavia hefðu hækkað úr tæplega 1,6 milljónum króna í tæpar þrjár milljónir á mánuði. Hækkunin næmi 88 prósentum á fjórum árum. Sveinbjörn tók við sem forstjóri af Birni Óla Haukssyni í fyrra. Isavia Kórónuveiran hafði veruleg áhrif á rekstur Isavia á fyrri hluta ársins. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 7,6 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Inni í þeirri afkomu var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarð króna vegna falls Wow air. Í tilkynningu frá Isavia segir að rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 hafi verið neikvæð um 5,3 milljarða króna. Til samanburðar var rekstrarafkomu neikvæð upp á 942 milljónir króna árið á undan. „Áhrif kórónuveirunnar voru veruleg á rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins og nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða 53%. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórðungs nam tekjusamdráttur milli ára um 77% fyrir samstæðu Isavia en 97% ef horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur gripið til verulegra hagræðingaaðgerða til að mæta tekjusamdrættinum en áhrifa þeirra mun gæta á síðari hluta ársins. Engu að síður lækkaði rekstrarkostnaður um 12,4% milli fyrri helmings árs 2019 og 2020 sem má að stærstum hluta rekja til aðgerða sem félagið greip til í kjölfar falls Wow air í lok fyrsta ársfjórðungs á síðasta ári og áhrifa af kyrrsetningu Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg. Afkoman hjá samstæðu Isavia beri þess merki. „Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“ Þrátt fyrir gríðarmikil áhrif kórónuveirunnar á rekstur Isavia og ferðaþjónustunnar í heild þá telji félagið að mikil tækifæri séu til staðar fyrir Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar flug hefst á ný. „Við sáum í sumar að það er mjög mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í rauninni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn. „Ferðamenn munu að okkar mati sækja heim áfangastaði sem bjóða upp víðáttu og hreinleika, þannig að við teljum að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar flug hefst á ný. Við sjáum líka mikil tækifæri til að styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar sem tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá má ekki gleyma því að það flugfélag sem hefur nýtt flugvöllinn sem tengiflugvöll tryggði sér nýverið mikilvæga fjármögnun. Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Kórónuveiran hafði veruleg áhrif á rekstur Isavia á fyrri hluta ársins. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 7,6 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Inni í þeirri afkomu var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarð króna vegna falls Wow air. Í tilkynningu frá Isavia segir að rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 hafi verið neikvæð um 5,3 milljarða króna. Til samanburðar var rekstrarafkomu neikvæð upp á 942 milljónir króna árið á undan. „Áhrif kórónuveirunnar voru veruleg á rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins og nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða 53%. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórðungs nam tekjusamdráttur milli ára um 77% fyrir samstæðu Isavia en 97% ef horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur gripið til verulegra hagræðingaaðgerða til að mæta tekjusamdrættinum en áhrifa þeirra mun gæta á síðari hluta ársins. Engu að síður lækkaði rekstrarkostnaður um 12,4% milli fyrri helmings árs 2019 og 2020 sem má að stærstum hluta rekja til aðgerða sem félagið greip til í kjölfar falls Wow air í lok fyrsta ársfjórðungs á síðasta ári og áhrifa af kyrrsetningu Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg. Afkoman hjá samstæðu Isavia beri þess merki. „Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“ Þrátt fyrir gríðarmikil áhrif kórónuveirunnar á rekstur Isavia og ferðaþjónustunnar í heild þá telji félagið að mikil tækifæri séu til staðar fyrir Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar flug hefst á ný. „Við sáum í sumar að það er mjög mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í rauninni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn. „Ferðamenn munu að okkar mati sækja heim áfangastaði sem bjóða upp víðáttu og hreinleika, þannig að við teljum að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar flug hefst á ný. Við sjáum líka mikil tækifæri til að styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar sem tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá má ekki gleyma því að það flugfélag sem hefur nýtt flugvöllinn sem tengiflugvöll tryggði sér nýverið mikilvæga fjármögnun. Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira