Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 07:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. vísir/bára Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39
Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00