Englandsmeistarar Liverpool gætu lent í mjög erfiðum riðli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:30 Brasilíumennirnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker hjá Liverpool leggjast kannski á bæn fyrir dráttinn í dag. Getty/Laurence Griffiths Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira