Svalirnar hjá Hafsteini og Ólafi minna á sumarbústað Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2020 10:31 Heitir pottar eru ekki lengur bara lúxus fyrir þá sem eiga garð eða pall eða sumarbústað. Nú er hægt að setja heitan pott á svalirnar. Vala Matt hitti þá Hafstein E. Hafsteinsson og Ólaf Helga Halldórsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þeir hafa innréttað svalirnar sínar með sófasetti, borðstofuborði, grilli og svo núna í sumar komu þeir fyrir stórum heitum potti sem hægt er svo að pakka saman. Hafsteinn og Ólafur eru búsettir í fjölbýlishúsi í Kópavogi og eiga saman tvö börn. Svalirnar eru í raun einskonar sumarbústaður fyrir fjölskylduna, enda er þar allt sem minnir á sumarbústað. „Við keyptum hér í Kópavoginum fyrir nokkrum árum og með íbúðinni fylgdi 25 fermetra yfirbyggðar svalir með útsýni yfir allan heiminn liggur við,“ segir Hafsteinn. Alltaf mikið fjör á svölunum hjá fjölskyldunni. „Við ákváðum að innrétta þær með sófa, borðstofuborði og núna nýlega í sumar bættum við við heitum potti. Potturinn er í raun rafmagnshitaður og þú getur hoppað í hann hvenær sem þú vilt og notið þess að vera úti. Krakkarnir geta buslað og leikið sér.“ Þeir segja báðir að rýmið minni óneitanlega á sumarbústað. Hafsteinn og Ólafur eiga saman tvö börn, einn dreng og eina stúlku. „Við eigum strák saman sem við eignuðumst með vinkonu okkar og hann er tveggja og hálfs árs gamall í dag. Við skiptum honum bróðurlega á milli okkar og er hann hjá okkur fimmtíu prósent af tímanum. Við erum bara ein lítil fjölskylda sem vinnur þetta saman. Svo erum við með eina litla prinsessu sem er hjá okkur sem fósturbarn,“ segir Hafsteinn en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Heitir pottar eru ekki lengur bara lúxus fyrir þá sem eiga garð eða pall eða sumarbústað. Nú er hægt að setja heitan pott á svalirnar. Vala Matt hitti þá Hafstein E. Hafsteinsson og Ólaf Helga Halldórsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þeir hafa innréttað svalirnar sínar með sófasetti, borðstofuborði, grilli og svo núna í sumar komu þeir fyrir stórum heitum potti sem hægt er svo að pakka saman. Hafsteinn og Ólafur eru búsettir í fjölbýlishúsi í Kópavogi og eiga saman tvö börn. Svalirnar eru í raun einskonar sumarbústaður fyrir fjölskylduna, enda er þar allt sem minnir á sumarbústað. „Við keyptum hér í Kópavoginum fyrir nokkrum árum og með íbúðinni fylgdi 25 fermetra yfirbyggðar svalir með útsýni yfir allan heiminn liggur við,“ segir Hafsteinn. Alltaf mikið fjör á svölunum hjá fjölskyldunni. „Við ákváðum að innrétta þær með sófa, borðstofuborði og núna nýlega í sumar bættum við við heitum potti. Potturinn er í raun rafmagnshitaður og þú getur hoppað í hann hvenær sem þú vilt og notið þess að vera úti. Krakkarnir geta buslað og leikið sér.“ Þeir segja báðir að rýmið minni óneitanlega á sumarbústað. Hafsteinn og Ólafur eiga saman tvö börn, einn dreng og eina stúlku. „Við eigum strák saman sem við eignuðumst með vinkonu okkar og hann er tveggja og hálfs árs gamall í dag. Við skiptum honum bróðurlega á milli okkar og er hann hjá okkur fimmtíu prósent af tímanum. Við erum bara ein lítil fjölskylda sem vinnur þetta saman. Svo erum við með eina litla prinsessu sem er hjá okkur sem fósturbarn,“ segir Hafsteinn en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hús og heimili Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira