Áhrif farsótta á skólastarf Steinn Jóhannsson skrifar 1. október 2020 13:00 Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun