Þögn Aðalsteins Páll Steingrímsson skrifar 2. október 2020 08:01 Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kæri Ásmundur, hvað kom fyrir barnið? Diljá Ámundadóttir Zoega Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun