Bíó og sjónvarp

Mynd­bandið við Bond-lag Billi­e Eilish frum­sýnt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Billie flytur lagið í tónlistarmyndbandinu við No Time To Die.
Billie flytur lagið í tónlistarmyndbandinu við No Time To Die. Skjáskot

Tónlistarmyndbandið við titillag Billie Eilish fyrir nýjustu myndina um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í dag en lagið ber titilinn No Time To Die. Eilish er yngsti tónlistarmaðurinn til þess að flytja titillag Bond-myndar.

Í myndbandinu má sjá Eilish flytja lagið auk myndbrota úr Bond-myndinni No Time To Die sem til stendur að frumsýna í nóvember á þessu ári. Lagið er drungalegt og bendir texti lagsins til mögulegra svika einhvers nákomins njósnaranum James Bond, en orðrómur eru uppi um að persónan Madeleine Swann, sem Lea Seydoux leikur, kunni að svíkja Bond í myndinni.

Eins og áður segir er Eilish sú yngsta í sögunni til að flytja titillag Bond-myndar en hún varð átján ára í desember síðastliðnum. Eilish samdi lagið með eldri bróður sínum, Finneas O‘Connel, síðla árs 2019.

Sjá má tónlistarmyndbandið í spilaranum hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Bond-lag Billie Eilish frumflutt

Titillag nýjustu myndarinnar um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumflutt á miðnætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.